Leita
Hreinsa Um leit

Heilbrigðisráðuneyti

1197/2019

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 221/2001, um bólusetningar á Íslandi.

1. gr.

Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður sem orðast svo:

  1. hlaupabólu.

2. gr.

Á eftir orðinu "pneumókokkasýkingum" í 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar, um bólusetningar full­orðinna, kemur: og kíghósta.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 18. gr., sbr. 17. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, öðlast gildi 1. janúar 2020.

Heilbrigðisráðuneytinu, 12. september 2019.

Svandís Svavarsdóttir.

Ásthildur Knútsdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica