Innviðaráðuneyti

1192/2024

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 914/2009 um hlífðarbúnað slökkviliðsmanna.

1. gr.

Í stað stafliða h til k og niðurlags í viðauka við reglugerðina koma eftirfarandi stafliðir og niður­lag:

  h) ÍST EN 13688 - Hlífðarfatnaður - Almennar kröfur (Protective clothing -  General require­ments).
  i) ÍST EN 14458 - Augnhlífar - Hágæðaskyggni til nota einungis með öryggishjálmum (Personal eye-equipment - High performance visors intended only for use with protective helmet).
  j) ÍST EN 14605 - Hlífðarfatnaður til nota gegn fljótandi efnum - Nothæfiskröfur vegna fatn­aðar með vökvaþéttum (gerð 3) eða úðaþéttum (gerð 4) samskeytum, þ.m.t. fatnaðar sem verndar aðeins hluta líkamans (gerð PB [3] og PB [4]) (Protective clothing against liquid chemicals - Performance requirements for clothing with liquid-tight (Type 3) or spray-tight (Type 4) connections, including items providing protection to parts of the body only (Type PB [3] and PB [4])).
  k) ÍST EN 15090 - Fótabúnaður fyrir slökkviliðsmenn (Footwear for firefighters).
  l) ÍST EN 15384 - Hlífðarfatnaður fyrir sökkviliðsmenn - Prófunaraðferðir í tilraunastofu og nothæfiskröfur varðandi hlífðarbúnað til nota við slökkvistarf á óbyggðasvæðum (Protective clothing for firefighters - Laboratory test methods and performance requirements for wildland firefighting clothing).
  m) ÍST EN 16471 - Hjálmar slökkviliðsmanna - Hjálmar til notkunar við slökkvistarf á óbyggða­svæðum (Firefighters helmets - Helmets for wildland fire fighting).
  n) ÍST EN 16473 - Hjálmar slökkviliðsmanna - Hjálmar til nota við tæknileg björgunarstörf (Firefighters helmets - Helmets for technical rescue).

Miða skal við að fatnaður sem klæðst er undir hlífðarfatnaði uppfylli staðalinn ÍST EN ISO 11612 Hlífðarfatnaður - Fatnaður til hlífðar gegn hita og eldi - Lágmarks nothæfiskröfur (Protective clothing - Clothing to protect against heat and flame - minimum performance requirements).

 

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 39. gr. laga nr. 75/2000, um brunavarnir, öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 11. október 2024.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Aðalsteinn Þorsteinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica