Velferðarráðuneyti

1186/2011

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 721/2009 um þjálfun sem sjúkratryggingar taka til og hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði við þjálfun. - Brottfallin

1. gr.

4. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

  1. Í stað "20%" í 1., 2. og 3. tölul. 2. mgr. kemur: 23%.
  2. Í stað "30%" í 4. tölul. 2. mgr. kemur: 33%.
  3. Í stað "70%" í 5. tölul. 2. mgr. kemur: 73%.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með stoð í 21. og 29. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkra­tryggingar, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2012.

Velferðarráðuneytinu, 22. desember 2011.

Guðbjartur Hannesson.

Hrönn Ottósdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica