Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

133/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð um flutning á hættulegum farmi, nr. 192 27. mars 1998. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um flutning á hættulegum farmi,

nr. 192 27. mars 1998.

1. gr.

Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:

Til 31. desember 2009 er skráningarstofu ökutækja heimilt að undanþiggja ökutæki sem skráð voru fyrir 31. desember 1998 og notuð hafa verið til að flytja hættulegan farm skv. ákvæðum um viðurkenningu samkvæmt ADR-reglum á farmgeymi og ákvæðum ADR-reglna um sérstaka vörn á rafleiðslum, sérstaka raftengingu við ökurita, vörn fyrir farmgeymi, læsivörn á hemlum og aukahemla (útblásturshemla og/eða drifskaftshemla), enda uppfylli ökutækið ákvæði reglugerðar um gerð og búnað ökutækja. Slíkum búnaði, sem fyrir er á ökutæki sem flytur hættulegan farm, skal haldið við þannig að hann sé í fullkomnu lagi.

Eftirvagn, sem ekki er búinn hemlum með læsivörn og er meira en 10.000 kg að leyfðri heildarþyngd, er óheimilt að tengja við bifreið sem búin er hemlum með læsivörn.

Ákvæði 1. mgr. gildir ekki um ökutæki sem eru í fjölþjóðlegri umferð.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 1. mgr. 60. gr. og 5. mgr. 73. gr. umferðarlaga, nr. 50 30. mars 1987, öðlast gildi 1. mars 1999.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 19. febrúar 1999.

Þorsteinn Pálsson.

__________________

Ólafur W. Stefánsson.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica