Leita
Hreinsa Um leit

Samgönguráðuneyti

118/1912

Reglugjörð um vita, sjómerki o. fl.

I. kafli.

Um leiðarmerki.

1. gr.

Eiganda vita eða sjómerkja er skylt að halda leiðarmerki sínu í góðu standi. Hann ber ábyrgð á, að vitinn logi þann tíma, sem auglýstur hefir verið, að hann lýsi vel, að lithornum, ef nokkur eru, sje rjett fyrirkomið, að vitahús sjeu í góðu standi og jafnan svo útlits sem fyrir er mælt, og að vitanum að öðru leyti sje svo fyrir komið og hann þannig ræktur sem stjórnarráðið hefir samþykt. Um önnur leiðarmerki á sjó og landi ber þess að gæta, að þau líti út eina og stjórnarráðið skipar fyrir um á hverjum tíma og auglýst hefir verið fyrir sjófarendur og: sjeu ætíð þar sem þau eiga að vera.

2. gr.

Nú kemst leiðarmerki í ólag, og skal þá eigandi þess eða umráðandi tafarlaust koma því í samt lag, en sje þess eigi þegar kostur, skal gera ráðatafanir til þess, eftir því sem atvik leyfa, að eitthvað megi koma í merkisins stað til bráðabirgða; t. a. m. kveikja annað ljós, setja upp eða leggja út önnur merki. Nú verður leiðarmerki ekki komið í lag innan 12 stunda, og skal þá senda sem allra fyrst hraðboð eða símskeyti til næsta lögreglustjóra og hann síðan til stjórnarráðsins, ásamt tilkynningu um, hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar til að afstýra slysum. Þegar merkið er komið í lag, skal aftur senda stjórnarráðinu tilkynning um það.

Nú berast stjórnarráðinu tilkynningar frá sjófarendum eða öðrum um að leiðarmerki sje í óreglu, og sætir þá umráðandi þess áminningu um að gæta þess að hafa það í reglu. Verði brestur á því offer en eitt sinn, verður vitinn eða merkið lagt niður og jafnvel numið burt á kostnað eiganda, álitist það ráðlegt.

3. gr.

Sá, sem óskar að koma upp vita eða sjómerki, verður að senda stjórnarráðinu í tæka tíð beiðni um leyfi til þess, og skal beiðninni fylgja nákvæm lýsing á hinu fyrirhugaða merki og uppdráttur of því, hvorttveggja í tveim eintökum. Í lýsingunni skal tiltaka nákvæmlega vitastæði, tegund ljóss, lit, styrk og hæð yfir sjávarmál, gerð vitahússins, lit og stærð, logtíma, ábyrgðarmann um viðhald vitans, og önnur þau atriði, er máli kunna að skifta. Um sjómerki skal tilgreina stærð merkisins, gerð, útlit, hæð yfir sjávarmál eða dýpi, eiganda og önnur markverð atriði.

Þegar leiðarmerki er komið upp, skal tilkynna það næsta lögreglustjóra, en hann tilkynnir það aftur stjórnarráðinu.

4. gr.

Leiðarmerki má ekki breyta nema með leyft stjórnarráðsins, og verður því eigandi, sem breyta vill merki sinu - hvort heldur legu þess, lagi eða lit, logtíma vita, einkennum eða öðru, er nokkru skiftir notkun leiðarmerkisins -, að leita leyfis til þess hjá stjórnarráðinu að minsta kosti tveim mánuðum áður en hann ætlar að koma breytingunni á. Um allar breytingar ber þess að gæta, að þær miði ekki til þess að gera merkið líkt öðrum nálægum merkjum, svo að hætta sje á að á þeim verði vilst.

5. gr.

,NÚ vill umráðandi ekki annast lengur viðhald merkis síns, og skal hann þá tilkynna það stjórnarráðinu með tveggja mánaða fyrirvara að minnsta kosti

Sje merkið látið falla niður, skal það numið Burt svo gjörsamlega, að síðar verði ekki á því vilst.

6. gr.

Stjórnarráðið hlutast til um, að framvegis verði samin skrá, yfir alla vita og sjómerki landsins, og hún jafnótt aukin eða henni breytt, er ný leiðarmerki koma, eldri merkjum breytt eða þau numin burt. Þegar stjórnarráðinu þykir hæfa, verður svo vita og merkjaskrá þessi gefin út.

II. kafli.

Um farartálma.

7. gr.

Sökkvi skip eða bátur á löggiltri höfn eða á leið inn á hana, svo að skipum kunni að stafa hætta af eða farartálmi, ber að gera svofeldar ráðstafanir:

1. marka staðinn,

2. tilkynna atburðinn,

3. nema tálmann burt,

samkvæmt því sem fyrir er mælt hjer á eftir.

8. gr.

Staðinn lætur hreppstjóri eða hafnarnefnd marka. Skal það gjört svo fljótt sem kostur er, og á sem haganlegastan hátt: með merkjum á landi, duflum eða jafnvel með ljósum. Dufl uppaf skipsflökum skulu vera annað hvort grannar keilutunnur eða grænmálaðar stengur, lóðrjettar með grænu flaggi, sbr. að öðru leyti tilskipun 20. jan. 1899 um alþjóðlegar sjóferðareglur, 11. gr. Gæta skal hlutaðeigandi þess, að' merkin haldist í góðu lagi og á rjettum stað, þar til tálminn er á burt numinn.

9. gr.

Jafnframt því sem markaður er staðurinn skal tafarlaust gjöra næsta lögreglustjóra viðvart um farartálmann, og hvaða ráðstafanir haft verið gerðar til viðvörunar sjófarendum, en hann tilkynnir þetta aftur stjórnarráðinu.

10. gr.

Jafnskjótt og kostur er á skal,gera ráðstafanir til að nema burt farartálmann eða gjöra hann óskaðvænan. Annast hreppstjóri eða hafnarnefnd altar nauðsynlegar framkvæmdir í þá átt , í samráði við eiganda farartálmans. Kostnað þann, er of því leiðir, greiðir hlutaðeigandi hafnarsjóður, ef til er, ella landssjóður. Fari kostnaður fram úr 300 kr. greiðir landssjóður ætíð það sem umfram er, eftir reikningi, sem stjórnarráðið úrskurðar. Kostnað of duflum til flakamerkja bar þó hafnarsjóður einn, enda skulu slík dufl með öllum reiða (sbr. 8. gr.) ávalt vera til taks til útlagningar á þeim stöðum, þar sem hafnarreglugjörð er. Það sem hið opinbera (hreppstjóri eða hafnarnefnd) kann að bjarga af slíkum skipsflökum eða öðru því, er verðmætt kynni að vera af því, er veldur farartálma, skal salt við opinbert uppboð, og gengur andvirði slíkra muna, svo langt sem það hrekkur, upp í kostnaðinn við að nema farartálmann burtu, en verði afgangur, greiðist hann eiganda.

11. gr.

Nú verður skipaleið ófær sakir ísa, og skal þá hlutaðeigandi hafnarnefnd, lögreglustjóri eða hafnsögumaður tilkynna það stjórnarráðinu og gjöra því síðan jafnótt viðvart um allar breytingar, er á verða.

III. kafli.

Ýmisleg ákvæði.

12. gr. .

Þar sem hafnsögumenn eru, bar þeim skylda til að hafa gætur á, að allir vitar og sjómerki innan umdæmis þeirra sjeu í rjettu lagi, og gjöra næsta lögreglustjóra tafarlaust viðvart um hvers konar ólag eða óreglu, sem á þeim kann að verða. Annast lögreglustjóri síðan nauðsynlegar tilkynningar þar að lútandi til merkiseiganda og stjórnarráðs.

13. gr.

Á öllum hafnarstöðum, er hafnarreglugjörð hafa, og annarstaðar, er stjórnarráðinu þykir hæfa, skal vera auglýsingakassi á vel til föllnum stað, þar sem festamegi upp tilkynningar, er sjófarendur varða, svo sem um breytingar á vitum og sjómerkjum, um farartálma á skipaleiðum, hvort heldur er af völdum íss, skipsflaka eða fyrir aðrar sakir. Auglýsingar þessar sendir stjórnarráðið hlutaðeigandi hafnarnefndarformanni, lögreglustjóra eða hreppstjóra til birtingar.

Reglugjörð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um vita, sjómerki o. fl. 11. júlí 1911, birtist hjermeð til leiðbeiningar og eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Í stjórnarráði Íslands, 23. september 1912.

H. Hafstein.

Jón Hermannsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica