Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

1178/2021

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 760/2021, um styrki vegna hjálpartækja.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á fylgiskjalinu "Hjálpartæki Sjúkratrygginga Íslands" með reglugerðinni:

  1. Í flokknum 0424 Búnaður (tæki og efni) til mælinga (efnamælinga) verður eftirfarandi breyting:

    1. 1. mgr. a-liðar orðast svo:
      Þeir sem eru með sykursýki I og nota blóðstrimla til að fylgjast með blóðsykri geta fengið blóðstrimla sem miðast við 10 mælingar á dag eða 3.600 blóðstrimla á tólf mánaða tímabili (72 pakkningar).
  2. Í flokknum 0630 Gervihlutar aðrir en gervilimir verður eftirfarandi breyting:

    1. Við 2. mgr. Gervibrjóst bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Heimilt er að veita styrk að upphæð 30.000 kr. á tveggja ára fresti vegna húðflúrunar geirvörtu og/eða vörtubaugs á uppbyggt brjóst.
    2. Við 5. mgr. bætist: 06 30 99 húðflúrun geirvörtu og/eða vörtubaugs á uppbyggt brjóst 100%, sbr. framangreint.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 26. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Heilbrigðisráðuneytinu, 30. september 2021.

Svandís Svavarsdóttir.

Guðlaug Einarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.