Innanríkisráðuneyti

1175/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 8/2009 um skoðun ökutækja. - Brottfallin

1. gr.

29. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

  1. Í stað "Skoðunarstofa I skal [...]." í 1. málsl. 1. mgr. komi: Skoðunarstofu I er heimilt að [...].
  2. Í stað "Fullnægi skoðunarstofa I kröfum, sbr. 1. mgr., [...]" í 1. málslið 2. mgr. komi: Fullnægi skoðunarstofa I kröfum um starfsemi ökuritaverkstæðis varðandi prófun ökurita [...].

2. gr.

1. mgr. 3. gr. I. viðauka orðast svo:

Á skoðunarmiða fyrir endurskoðun er áletrað "ENDURSKOÐUN" ásamt mánuðinum þegar ökutæki skal fært til endurskoðunar. Litur skoðunarmiðans skal annars vegar vera með svörtu letri á grænum grunni, til notkunar á ári sem endar á sléttri tölu, og hins vegar með svörtu letri á grænum og appelsínugulum grunni þar sem litir eru aðskildir með skástriki, til notkunar á ári sem endar á oddatölu.

3. gr.

Ákvæði til bráðabirgða breytist þannig:

  1. Í stað "nýskráð" komi: skráð fyrsta sinni.
    1. málsl. 1. mgr. bráðabirgðaákvæðis orðist svo:
    Bifreið, bifhjól og skráðan eftirvagn að heildarþyngd 3.500 kg eða minna, skráð fyrsta sinni.
  2. 1. málsl. 2. mgr. bráðabirgðaákvæðis orðist svo: Tjaldvagn og hjólhýsi (felli­hýsi), skráð fyrsta sinni.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 67. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 11. desember 2012.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica