1170/2025
Reglugerð um innleiðingu á reglugerð evrópuþingsins og ráðsins (esb) 2020/741 frá 25. maí 2020 um lágmarkskröfur vegna endurnotkunar vatns.
1. gr.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í kafla II í XX. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af XX. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirtaldar ESB-gerðir gildi hér á landi:
- Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/741 frá 25. maí 2020 um lágmarkskröfur vegna endurnotkunar vatns sem vísað er til í tl. 13cah XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 222/2024, þann 23. september 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 83 frá 14. nóvember 2024, bls. 799-822.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1765 frá 11. mars 2024 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/741 að því er varðar tækniforskriftir fyrir lykilþætti áhættustjórnunar sem vísað er til í tl. 13caha XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 150/2025, þann 13. júní 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 4. september 2025 bls. 475-491.
2. gr.
Óheimilt er að endurnota hreinsað skólp til áveitu í landbúnaði.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 9. tölul. 5. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, og 18. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995, og öðlast hún þegar gildi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 11. nóvember 2025.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.
Atvinnuvegaráðuneytinu, 13. nóvember 2025.
Hanna Katrín Friðriksson.
Ása Þórhildur Þórðardóttir.
B deild - Útgáfudagur: 13. nóvember 2025