Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

1156/2017

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1180/2014, um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

1. gr.

Skilgreining á fastri starfsstöð í 2. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Við skilgreiningu á hugtakinu fastri starfsstöð skal fara eftir ákvæði 3. gr. a. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

2. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 6. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, tekur þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 22. desember 2017.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Ingibjörg Helga Helgadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.