Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

1153/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 729/2018, um röraverkpalla.

1. gr.

Við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar bætist: sbr. þó 1. mgr. 12. gr. og b-lið 1. mgr. 17. gr.

2. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Þrátt fyrir II. kafla sem og 1. mgr. 12. gr. er heimilt að nota röraverkpalla sem teknir voru í notkun hér á landi fyrir 24. júlí 2018 fram til 1. janúar 2028. Að öðru leyti gildir reglugerðin um uppsetningu og notkun röraverkpalla hér á landi.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 34., 38., 40., og 47. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins, öðlast þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytinu, 12. nóvember 2020.

Ásmundur Einar Daðason.

Bjarnheiður Gautadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.