1151/2025
Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 458/2021 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (esb) 2019/1871 um viðmiðunarpunkta fyrir aðgerðir vegna óleyfilegra lyfjafræðilega virkra efna sem eru fyrir hendi í matvælum úr dýraríkinu.
1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 3. tölul. svohljóðandi:
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2858 frá 12. nóvember 2024 um breytingu á reglugerð (ESB) 2019/1871 að því er varðar beitingu viðmiðunarpunkta fyrir aðgerðir vegna nítrófúrana og umbrotsefna þeirra í kollageni. Reglugerðin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 129/2025 frá 13. júní 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 4. september 2025, bls. 312.
2. gr.
Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga um matvæli, nr. 93/1995.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvegaráðuneytinu, 31. október 2025.
F. h. r.
Bryndís Hlöðversdóttir.
B deild - Útgáfudagur: 7. nóvember 2025