Fara beint í efnið

Prentað þann 16. apríl 2024

Breytingareglugerð

1149/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

Í upphafi 3. töluliðar 3. mgr. 5. gr. bætist við:

Farþegaflutninga í atvinnuskyni fyrir B-flokk,

2. gr.

Á 52. gr. eru gerðar eftirfarandi breytingar:

  1. Við 1. mgr. bætist nýr stafliður, d-liður, sem orðast svo:
    Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2013/47/ESB um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/126/EB um ökuskírteini sem tekin var upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18/2014. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12 frá 27. febrúar 2014, bls. 315.
  2. 4. mgr. orðast svo:
    Með reglugerð þessari er innleidd reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 383/2012 um tæknilegar kröfur að því er varðar ökuskírteini með geymslumiðli (örflögu) sem tekin var upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 144/2013, eins og hún birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 56 frá 10. október 2013, bls. 164, ásamt eftirfarandi síðari breytingum reglugerðarinnar:

    1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 575/2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 383/2012 um tæknilegar kröfur að því er varðar ökuskírteini með geymslumiðli (örflögu) sem tekin var upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 230/2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73 frá 4. desember 2014, bls. 571.

3. gr.

Á ákvæði til bráðabirgða er í síðustu málsgrein gerð sú breyting að í stað "2015" kemur: 2017.

4. gr.

Við tölulið 8.2.1. í C lið II. viðauka bætist nýr síðari málsliður sem orðast svo:

Þegar æfingin hefst skal dráttartækið standa við hlið eftirvagns/tengitækis (þ.e. ekki fyrir framan hann),

5. gr.

Tafla í 2. tl. IV. viðauka breytist svo:

  1. Í 4. tölulið töflunnar kemur ný 3. neðanmálsgrein við eiginþyngd >180 í aftasta dálki sem orðast svo:
    Heimilt er að nota bifhjól þar sem eiginþyngd er 5 kg minna.
  2. Eldri 3. neðanmálsgrein verður 4. o.s.frv.

6. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 52. gr. umferðarlaga, nr. 50 frá 30. mars 1987, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 18. desember 2014.

Ólöf Nordal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.