Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

681/1996

Reglugerð um breytingu á reglugerð um ökukennslu, próf ökumanna o.fl., nr. 787 13. desember 1983. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um ökukennslu, próf ökumanna o.fl.,

nr. 787 13. desember 1983.

 

1. gr.

                Á eftir 1. mgr. 1.gr. komi tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

                Umsækjandi skal hafa fasta búsetu hér á landi eða hafa dvalið hér við nám í a.m.k. sex mánuði. Með fastri búsetu er átt við þann stað þar sem hlutaðeigandi býr að jafnaði, þ.e. í a.m.k. 185 daga á hverju almanaksári, vegna persónu- eða atvinnutengsla eða, ef um er að ræða þann sem hefur engin atvinnutengsl, vegna persónulegra tengsla sem sýna hið nána samband milli hlutaðeigandi og staðarins þar sem hann býr.

                Engum er heimilt að hafa undir höndum ökuskírteini frá meira en einu ríki sem er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu.

 

2. gr.

                Í stað "vörubifreiða" í 1. mgr. 13. gr., sbr. reglugerð nr. 202/1993, komi: bifreiða, annarra en hópbifreiða.

 

3. gr.

                Á eftir 2. málsl. 4. mgr. 17. gr., sbr. reglugerð nr. 219/1994, komi nýr málsliður, svo hljóðandi: Skal ökukennari veita leiðbeinanda aðstoð við skipulagningu æfingaakstursins, svo sem með því að leiðbeinandinn fylgist með kennslustund nemandans í akstri.

 

4. gr.

                Í stað "vörubifreið" í mgr. 42. gr. komi: bifreið, annarri en hópbifreið.

 

5. gr.

                3. mgr. 46. gr., sbr. reglugerð nr. 202/1993, orðist svo:

                Eigi má veita þeim sem er yngri en 21 árs réttindi til að stjórna hópbifreið né þeim sem er yngri en 20 ára réttindi til að stjórna bifreið, annarri en hópbifreið, sem er meira en 3500 kg að leyfðri heildarþyngd eða bifreið til farþegaflutninga í atvinnuskyni.

 

6. gr.

                2. mgr. 51. gr., sbr. reglugerð nr. 116/1988, orðist svo:

                Sá sem hefur gilt ökuskírteini útgefið í Danmörku, Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð, eða í öðru ríki sem er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, má stjórna ökutækjum sem ökuskírteinið nær til, einnig eftir að hann sest að hér á landi, þó ekki lengur en til 70 ára aldurs. Önnur gild erlend ökuskírteini veita slíka heimild í allt að einn mánuð eftir að skírteinishafi sest að hér á landi.

 

7. gr.

                52. gr. breytist þannig:

a.             2. málsl. 1. mgr. orðist þannig: Umsækjandi skal afhenda hið erlenda ökuskírteini, svo og ljósmyndir og læknisvottorð, sbr. 2. gr.

b.             Við 1. mgr. bætist: Það á þó ekki við um þann sem hefur gilt ökuskírteini útgefið í einhverju ríki sem nefnt er í 1. málsl. 2. mgr. 51. gr.

 

8. gr.

                a-liður ákvæðis til bráðabirgða, sbr. reglugerð nr. 202/1993, falli niður.

 

9. gr.

                Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 50., 52., 54. og 57. gr. umferðarlaga, nr. 50 30 mars 1987, sbr. lög nr. 44 7. maí 1993 og nr. 138 18. desember 1996, svo og með hliðsjón af 24. a tölul. í XIII. viðauka (tilskipun 91/439/EBE) við EES-samninginn, öðlast gildi 1. janúar 1997.

                EBE-gerðin sem vísað er til er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, sérstakri útgáfu, bók 4, bls. 346-369.

 

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 27. desember 1996.

 

Þorsteinn Pálsson.

Ólafur W. Stefánsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica