Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1148/2015

Reglugerð um (13.) breytingu á reglugerð nr. 258/2012 um rækjuveiðar innfjarða. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Við rækjuveiðar á Skjálfandaflóa, frá gildistöku reglugerðar þessarar og til og með 15. febrúar 2016, er skylt að nota seiðaskilju. Skylt verður að nota seiðaskilju við rækjuveiðar í Skjálfandaflóa eftir 15. febrúar ef Hafrannsóknastofnun telur það nauðsynlegt vegna niðurstaðna seiðakönnunar stofnunarinnar á svæðinu. Seiðaskiljan skal þannig gerð að bil milli rimla skal mest vera 19 mm. Skiljunni skal komið fyrir í belg vörpunnar með u.þ.b. 45-50 gráðu halla þannig að neðri kantur skiljunnar nái lengra fram. Skiljan skal fylla út í belginn og skulu allir jaðrar hennar festir við netið í belgnum. Á efra byrði vörpunnar fyrir framan skiljuna skal vera gat þar sem fiskur skilst út. Fari magn seiða eða ungfisks í aflanum umfram viðmiðunarmörk Hafrannsóknastofnunar vegna skyndi­lokana skal Fiskistofa afturkalla útgefin leyfi til rækjuveiða í Skjálfandaflóa. Eftirlitsmaður Fiski­stofu skal vera um borð í bát eftir því sem þurfa þykir að mati Fiskistofu. Leyfishafi skal greiða fyrir veru eftirlitsmanns um borð í bát.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar. Reglu­gerðin öðlast gildi 28. desember 2015.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 18. desember 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Baldur P. Erlingsson.

Hinrik Greipsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica