Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

282/1990

Reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, nr. 655 28. desember 1989. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um gerð og búnað

ökutækja, nr. 655 28. desember 1989.

 

1. gr.

1. gr. breytist þannig:

a.    Í "Flokkun ökutækja" falli niður orðið "Torfærubifreið" sem undirflokkur bifreiða.

b.    Skilgreining á sendibifreið orðist svo:

       Sendibifreið: Bifreið með leyfða heildarþyngd 3500 kg eða minna sem aðallega er ætluð til vöruflutninga og er yfirbyggð eða með opnum palli.

       Sendibifreið þarf auk þess að uppfylla eftirtalin skilyrði:

a.    Skráð þyngd í fólksrými skal vera minni en helmingur of skráðri burðargetu bifreiðarinnar. Miða skal við að hver maður vegi 75 kg.

b.    Farmrými aftan við milliþil mælt lárétt að innri og neðri brún hleðsludyra skal vera a.m.k. 1700 mm, eða ef það er styttra, þá skal það vera lengra en fólksrýmið, miðað við að það sé mælt frá miðri framrúðu lárétt að milliþili og farmrýmið sé mælt í sömu hæð lárétt frá milliþili að hleðsludyrum eða afturgafli.

c.    Í farmrými skulu hvorki vera sæti né annar búnaður til farþegaflutninga.

d.    Opnanlegar hleðsludyr skulu vera á afturgafli yfirbyggðrar bifreiðar og/eða hleðsludyr á hlið hennar með auðveldum aðgangi að öllu farmrými.

 

2. gr.

3. gr. breytist þannig:

a.    Liðir 0.3.12, 0.3.12.1, 0.3.13.2 og 0.3.15.1 orðist svo:

0.3.12    Beiðni um skráningu ökutækis.

0.3.12.1 Þegar fulltrúi óskar eftir að fá ökutæki skráð á grundvelli gerðarviðurkenningar skal hann senda Bifreiðaskoðun beiðni um það ásamt eftirfarandi yfirlýsingu: "Ökutækið er í samræmi við gerðarviðurkenningu Bifreiðaskoðunar Íslands hf. að því er varðar hönnun, innréttingu og búnað. Ökutækið hefur verið skoðað og prófað og er í lögmæltu ástandi. Þetta á einnig við um ljósastillingu. Verksmiðjunúmer ökutækisins og aðrar upplýsingar eru í samræmi við skráningarbeiðni."

0.3.13.2 Fulltrúi sem óskað hefur eftir að fá ökutæki skráð á grundvelli gerðarviðurkenningar getur fengið fyrirmæli um að færa það til skoðunar. Hann skal færa ökutækið til skoðunar á þeim stað og innan þess frests sem Bifreiðaskoðun ákveður.

0.3.15.1 Fulltrúi ber ábyrgð á að ökutæki sé í lögmæltu ástandi þegar hann óskar eftir að fá ökutækið skráð.

b.           Aftan við 1ið 0.4.2 bætist tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:

              Ökutæki sem skráð hefur verið almennri skráningu erlendis í landi þar sem ökutæki eru gerðarviðurkennd á fullnægjandi hátt að mati Bifreiðaskoðunar er þó heimilt að skráningarviðurkenna án fylgiskjala samkvæmt 1ið 0.3.10, enda fullnægi ökutækið þeim kröfum sem gerðar eru til slíks ökutækis samkvæmt reglugerð þessari. Með umsókn skal framvísa erlendu skráningarskírteini ökutækisins og tæknilegum upplýsingum sem Bifreiðaskoðun metur fullnægjandi til að ökutækið verði skráð. Ökutæki sem framleitt er hér á landi er heimilt að skráningarviðurkenna án fylgigagna samkvæmt liðum 0.3.10.1 til 0.3.10.10, enda séu lagðar fram fullnægjandi tæknilegar upplýsingar um ökutækið og það fullnægi þeim kröfum sem gerðar eru til slíks ökutækis samkvæmt reglugerð þessari.

c.         Liður 0.6.1 orðist svo:

0.6.1      Til 31. desember 1990 er Bifreiðaskoðun heimilt að skráningarviðurkenna og skrá án fylgigagna samkvæmt 1ið 0.3.10 ökutæki sem eigi hefur verið skráð erlendis, enda hafi sú gerð ökutækis áður fengið viðurkenningu hjá Bifreiðaskoðun. Frá 1, janúar 1991 skulu ökutæki skráð samkvæmt ákvæðum í reglugerð þessari.

 

3. gr.

       Í 5. gr. breytist talan "12" í 1ið 1.2 í: 12,5. Samsvarandi breyting verður á mynd.

 

4. gr.

       Gildistöku liða 1.4.7 og 6.1.10 í 6. gr. er frestað til 1. jú1í 1991.

 

5. gr.

       Í 16. gr. falli niður orðin "snúa út og" í 1ið 1.2.

 

6. gr.

       Við 28. gr. bætist tveir nýir liðir, svohljóðandi:

1.5         Í sendibifreið og vörubifreið skal vera veggur úr traustu efni milli farmrýmis og fólksrýmis. Veggurinn skal vera vel festur við ökutækið og þola framskrið farms sem svarar til 10 m/sek hraðaminnkunar bifreiðar.

              Veggurinn skal vera háður samþykki Bifreiðaskoðunar en kann má samanstanda af:

              a. Fínriðnu vírneti í málmramma.

              b. Málm- eða tréplötu.

              c. Plasti eða öryggisgleri í málmramma.

              Veggurinn skal ná frá gólfi til lofts. Í sendibifreið skal hann a.m.k. þekja rými ökumanns, en í vörubifreið skal hann vera í fullri breidd farmrýmis.

1.6         Gildistaka: Ákvæðið í 1ið 1.5 gildir frá 1. október 1990.

 

7. gr.

       Í 31. gr. breytist orðið "rúlluöryggisbelti" í 3. málslið í 1ið 1.1 í: öryggisbelti.

 

8. gr.

       Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt umferðarlögum, nr. 50 30. mars 1987, öðlast gildi 1. jú1í 1990.

 

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 29. júní 1990.

 

Ó1i Þ. Guðbjartsson.

Ólafur W. Stefánsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica