Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 19. apríl 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 1. des. 2020

1127/2014

Reglugerð um kröfur um afköst og rekstrarsamhæfi kögunar í samevrópska loftrýminu.

1. gr. Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að tryggja samræmi í afköstum, rekstrarsamhæfi og skilvirkni kerfa sem gegna hlutverki við veitingu kögunargagna, kerfishluta þeirra og tengdra verkferla innan evrópska netsins fyrir rekstrarstjórnun flugumferðar.

2. gr. Gildissvið.

Gildissvið reglugerðar þessarar tekur til flugs sem starfrækt er sem almenn flugumferð og í samræmi við blindflugsreglur innan EUR og AFI svæðis Alþjóðaflugmálastofnunarinnar.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skulu 3. og 4. mgr. 7. gr. reglugerðar (ESB) nr. 1207/2011 gilda um alla almenna flugumferð innan lofthelgi Íslands.

3. gr. Lögbært yfirvald og framkvæmd.

Samgöngustofa telst lögbært yfirvald samkvæmt reglugerð þessari og hefur eftirlit með framkvæmd hennar.

4. gr. Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirfarandi gerðir með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1207/2011 frá 22. nóvember 2011 um kröfur um afköst og rekstrarsamhæfi kögunar í samevrópska loftrýminu, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 236 frá 13. desember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 4 frá 23. janúar 2014, bls. 503.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1028/2014 frá 26. september 2014 um breytingu á framkvæmdarreglugerð Evrópusambandsins (ESB) nr. 1207/2011 um kröfur um afköst og rekstrarsamhæfi kögunar fyrir samevrópska loftrýmið, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 112 frá 30. apríl 2015, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34, 18. júní 2015, bls. 192.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/386 frá 6. mars 2017 um breytingu á framkvæmdarreglugerð Evrópusambandsins (ESB) nr. 1207/2011 um kröfur um afköst og rekstrarsamhæfi kögunar í samevrópska loftrýminu, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 202 frá 27. október 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74 frá 16. nóvember 2017, bls. 149.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/587 frá 29. apríl 2020 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1206/2011 um kröfur um auðkenningu loftfars í tengslum við kögun í samevrópska loftrýminu og framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1207/2011 um kröfur um afköst og rekstrarsamhæfi kögunar í samevrópska loftrýminu, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2020 frá 18. júní 2020. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 62 frá 24. september 2020.

5. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 6. mgr. 57. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast gildi 1. janúar 2015.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.