Fara beint í efnið

Prentað þann 19. mars 2024

Breytingareglugerð

1097/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð um náttúrulegt ölkelduvatn og átappað lindarvatn nr. 405/2004.

1. gr.

1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar hljóðar svo:
Óheimilt er að meðhöndla náttúrulegt ölkelduvatn og/eða átappað lindarvatn í upprunalegu ástandi nema á eftirtalinn hátt og að því tilskildu að meðhöndlun samkvæmt 1., 2. og 3. tölul. hafi ekki áhrif á samsetningu vatnsins hvað varðar þau undirstöðuefni sem gefa því sér eiginleika:

1. Með síun eða fellingu til að fjarlægja óstöðug efni þess svo sem járn og brennisteinssambönd, mögulega að undangenginni súrefnisbindingu.
2. Með því að fjarlægja óæskileg efni og efnasambönd önnur en þau sem tilgreind eru í 1. tl. og 3. mgr. þessarar greinar.
3. Með eðlisfræðilegum aðferðum til eyðingar óbundins koltvísýrings, algjörlega eða að hluta.
4. Með því að bæta koltvísýringi í vatnið ef það er gert í samræmi við skilgreiningar á freyðandi náttúrulegu ölkelduvatni eða freyðandi lindarvatni, sbr. 9. gr.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995, sbr. lög um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, nr. 7/1998, með síðari breytingum og til innleiðingar á tilskipun 2003/40/EB sem vísað er til í 26. tl. XII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

Umhverfisráðuneytinu, 22. desember 2004.

F. h. r.
Magnús Jóhannesson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.