Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

109/1996

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 37/1989, um greiðslur samkvæmt 38. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. reglugerð nr. 37/1993.

1. gr.

Í stað orðsins "verðbóta" í 1. málslið 1. mgr. reglugerðarinnar kemur: álags.

2. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Maður skal skila greiðslu skv. reglugerð þessari ásamt skilagrein í því umdæmi þar sem hann á lögheimili. Skil skal gera til gjaldheimtna þar sem þær eru starfandi en annars staðar til sýslumanns.

Eftirtaldir aðilar eru innheimtumenn staðgreiðslu og taka við staðgreiðslufé og skilagreinum ef þær eru ekki inntar af hendi í bönkum, sparisjóðum eða pósthúsum með greiðslu inn á gíróreikning:

A. Gjaldheimtur:
> Gjaldheimtan íReykjavík.
Gjaldheimtan íMosfellsbæ.
>Gjaldheimtan áSeltjarnarnesi.
Gjaldheimtan íGarðabæ.

B. Sýslumenn:
Sýslumaðurinn áAkranesi.
_Sýslumaðurinn íBorgarnesi.
Sýslumaðurinn íStykkishólmi.
Sýslumaðurinn íBúðardal.
Sýslumaðurinn á
Patreksfirði.
Sýslumaðurinn á
Ísafirði.
Sýslumaðurinn í
Bolungarvík.
Sýslumaðurinn á
Hólmavík.
Sýslumaðurinn á
Blönduósi.
Sýslumaðurinn á
Sauðárkróki.
Sýslumaðurinn á
Siglufirði.
Sýslumaðurinn á
Ólafsfirði.
Sýslumaðurinn á
Akureyri.
Sýslumaðurinn á
Húsavík.
Sýslumaðurinn á
Seyðisfirði.
Sýslumaðurinn í
Neskaupstað.
Sýslumaðurinn á
Eskifirði.
Sýslumaðurinn á
Höfn í Hornafirði.
Sýslumaðurinn í
Vík í Mýrdal.
Sýslumaðurinn í
Vestmannaeyjum.
Sýslumaðurinn á
Hvolsvelli.
Sýslumaðurinn á
Selfossi.
Sýslumaðurinn í
Hafnarfirði.
Sýslumaðurinn í
Kópavogi.
Sýslumaðurinn í
Keflavík.
Sýslumaðurinn á
Keflavíkurflugvelli.

3. gr.

5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Við mismun, sem í ljós kemur á álögðum tekjuskatti manna og staðgreiðslu samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. 34. gr. þeirra laga, og stafar af of lágri stað-greiðslu, skal bæta 2,5% álagi. Við mismun, sem rætur á að rekja til of hárrar staðgreiðslu, skal með sama hætti bæta 2,5% álagi.

4. gr.

Reglugerð þessi sem sett er skv. heimild í 41. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, og heimild í 119. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 7. febrúar 1996.

F. h. r.
Bragi Gunnarsson.

Ragnheiður Snorradóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.