Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

1089/2008

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 672/2008 um hámarksgildi varnarefnaleifa í matvælum og fóðri.

1. gr.

Við reglugerðina bætast tvær nýjar greinar sem verða 3. gr. og 4. gr., svohljóðandi:

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Óheimilt er að framleiða eða dreifa matvælum sem innihalda varnarefnaleifar umfram hámarksgildi sem fram koma í viðauka II. Matvælastofnun getur þó heimilað dreifingu vörutegunda sem innihalda varnarefnaleifar allt að aðgerðarmörkum, sbr. viðauka I.

Innlendur framleiðandi eða innflytjandi er ábyrgur fyrir því að vörutegundir sem hér eru á markaði séu í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar.

4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Þegar hámarksgildi tiltekinna varnarefnaleifa eru ekki tilgreind fyrir ákveðna vörutegund í viðauka II en rannsóknir sýna að efnin finnast í vörutegundinni, er hámarksgildi jafnt hæsta magni sem leyft er fyrir viðkomandi efni. Matvælastofnun er þó heimilt að leyfa tímabundna sölu matvæla, sem innihalda þau efni sem um ræðir, þegar ekki er talin hætta á heilsutjóni vegna neyslu þeirra.

Þegar gildi í viðauka II er sett fyrir tiltekinn flokk matvæla gildir það fyrir allan flokkinn, nema þar sem sérstök gildi eru sett fyrir tilteknar afurðir.

Töluröð annarra greina þar á eftir breytist í samræmi við þetta.

2. gr.

Við reglugerðina bætast viðaukar I og II, sem birtir eru með þessari reglugerð.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum og 7. gr. laga nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum og með hliðsjón af eftirtöldum gerðum sem vísað er til í II. viðauka, XII. kafla samningsins um Evrópska efnahagssvæðið; tilskipanir nr. 2007/27/EB, 2007/28/EB, 2007/39/EB, 2007/55/EB, 2007/56/EB, 2007/57/EB, 2007/62/EB, 2007/73/EB og 2008/17/EB. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 18. nóvember 2008.

F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.

VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica