Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

1082/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 277/2008 um aðgerðir til að tryggja flugöryggi og skrá yfir flugrekendur er ekki uppfylla viðeigandi öryggiskröfur.

1. gr.

Töluliðir 4. gr. reglugerðarinnar verða stafliðir, merktir með viðeigandi bókstöfum.

2. gr.

Stafliðir c-liðar 4. gr. reglugerðarinnar verða töluliðir, merktir með viðeigandi tölum.

3. gr.

Við c-lið 4. gr. reglugerðarinnar (áður 3. tölul. 4. gr.) bætist nýr tölul., 31, sem orðast svo:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/871 frá 14. júní 2018, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 219/2018.

4. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/871 frá 14. júní 2018 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 474/2006 um skrá yfir flug­rekendur sem er bannað að stunda flugrekstur eða sæta rekstrartakmörkunum innan Sam­bands­ins, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1, um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 219/2018 frá 26. október 2018. Framkvæmdarreglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 72 frá 8. nóvember 2018, bls. 299-315.

5. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 2. mgr. 3. gr., 1. mgr. 4. gr. og 5. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 28. nóvember 2018.

F. h. r.

Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir.

Jónas Birgir Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica