1. gr.
Töluliðir 4. gr. reglugerðarinnar verða stafliðir, merktir með viðeigandi bókstöfum.
2. gr.
Stafliðir c-liðar 4. gr. reglugerðarinnar verða töluliðir, merktir með viðeigandi tölum.
3. gr.
Við c-lið 4. gr. reglugerðarinnar (áður 3. tölul. 4. gr.) bætist nýr tölul., 31, sem orðast svo:
4. gr.
Innleiðing.
Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/871 frá 14. júní 2018 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 474/2006 um skrá yfir flugrekendur sem er bannað að stunda flugrekstur eða sæta rekstrartakmörkunum innan Sambandsins, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1, um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 219/2018 frá 26. október 2018. Framkvæmdarreglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72 frá 8. nóvember 2018, bls. 299-315.
5. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 2. mgr. 3. gr., 1. mgr. 4. gr. og 5. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 28. nóvember 2018.
F. h. r.
Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir.
Jónas Birgir Jónasson.