1. gr.
Við 7. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Við framleiðslu á fiskmjöli og fisklýsi sem ætlað er til manneldis, er heimilt að nota fisk- og fiskeldisafurðir, þ.m.t. heilan fisk, afskurð, innyfli og annað hráefni sem fellur til við meðferð og vinnslu á fiski og fiskeldisafurðum, svo framarlega sem meðferð hráefnisins uppfyllir kröfur um hollustuhætti sem varðar matvæli.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 2. desember 2019.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Iðunn Guðjónsdóttir.