Atvinnuvegaráðuneyti

1077/2025

Reglugerð um (29.) breytingu á reglugerð nr. 900/2018 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (esb) 2017/2470 um að koma á fót skrá sambandsins yfir nýfæði í samræmi við reglugerð evrópuþingsins og ráðsins (esb) 2015/2283 um nýfæði.

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist einn nýr töluliður, svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2025/97 frá 21. janúar 2025 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2017/2470 að því er varðar skilyrði fyrir notkun og nákvæma skilgreiningu á nýfæðinu ísómaltófásykru. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 169/2025 frá 11. júlí 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59 frá 25. september 2025 bls. 197.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga um matvæli, nr. 93/1995.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Atvinnuvegaráðuneytinu, 7. október 2025.

F. h. r.

Bryndís Hlöðversdóttir.

Katarina Tina Nikolic.

B deild - Útgáfudagur: 20. október 2025


Þetta vefsvæði byggir á Eplica