Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

1073/2017

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 155/2007 um stærð og þyngd ökutækja.

1. gr.

Á 13. gr. reglugerðarinnar eru gerðar eftirfarandi breytingar:

  1. Síðasti málsliður 1. mgr. skal orðast svo:
    Samgöngustofa getur sett nánari skilyrði fyrir leyfi og getur bundið undanþágu við til dæmis veðurfar, ástand vega og mannvirkja hverju sinni og gerð ökutækis.
  2. 2. málsliður 3. mgr. fellur niður.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 75. og 76. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 21. nóvember 2017.

Jón Gunnarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica