Fjármála- og efnahagsráðuneyti

1066/2012

Reglugerð um tímasetningu, stjórnun og aðra þætti í tengslum við uppboð á heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda (I). - Brottfallin

1. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirtaldar reglugerðir framkvæmda­stjórnarinnar:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1031/2010 frá 12. nóvember 2010 um tímasetningu, stjórnun og aðra þætti í tengslum við uppboð á heimildum til losunar gróðurhúsalofttegunda samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2012 frá 26. júlí 2012. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1031/2010 var birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59 frá 18. október 2012, bls. 812, og verður hluti reglugerðar þessarar.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1210/2011 frá 23. nóvember 2011 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1031/2010, einkum í því skyni að ákvarða fjölda heimilda til losunar gróðurhúsalofttegunda sem verða boðnar upp fyrir 2013, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 152/2012 frá 26. júlí 2012. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1210/2011 var birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59 frá 18. október 2012, bls. 296, og verður hluti af reglugerð þessari.

2. gr.

Uppboðsvettvangur.

Losunarheimildum sem Íslandi er úthlutað án endurgjalds verður ráðstafað til uppboðs á uppboðsvettvangi, tilnefndum af hálfu þeirra aðildarríkja Evrópusambandsins, sem taka þátt í sameiginlegri aðgerð með framkvæmdastjórninni eins og tilgreint er VII. kafla reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1031/2010.

3. gr.

Uppboðshaldari.

Ríkiskaup hafa verið tilnefnd sem uppboðshaldari fyrir hönd Íslands, sbr. V. kafla reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1031/2010.

4. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 28. gr. laga nr. 70/2012, um loftslagsmál, öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 28. nóvember 2012.

F. h. r.

Angantýr Einarsson.

Guðrún Ögmundsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica