Dómsmálaráðuneyti

1058/2025

Reglugerð um breytingu á reglugerð um íslenskan hluta upplýsingakerfis (n-vis) um vegabréfsáritanir, nr. 1275/2021.

1. gr.

Í stað b-liðar 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar kemur nýr b-liður sem hljóðar svo:

  1. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 767/2008 frá 9. júlí 2008 um upplýsingakerfi um vegabréfsáritanir (VIS) og skipti á gögnum milli aðildarríkjanna um vegabréfsáritanir til stuttrar dvalar (VIS-reglugerð), með áorðnum breytingum skv. reglugerðum (EB) nr. 810/2009 frá 13. júlí 2009, (ESB) nr. 610/2013 frá 26. júní 2013 og (ESB) 2017/2226 frá 30. nóvember 2017, sbr. fylgiskjal 2 sem birt er með reglugerð þessari og;

2. gr.

Í stað fylgiskjals 2 með reglugerðinni kemur nýtt fylgiskjal 2, reglugerð (EB) nr. 767/2008, með áorðnum breytingum, sem birt er með reglugerð þessari.

3. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Bráðabirgðaákvæði.

Á því tímabili sem getið er um í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2025/1534 frá 18. júlí 2025 um tímabundnar undanþágur frá tilteknum ákvæðum reglugerða (ESB) 2017/2226 og (ESB) 2016/399 að því er varðar töku komu- og brottfararkerfisins í notkun í áföngum, sbr. fylgiskjal 2 sem birt er með reglugerð um komu- og brottfararkerfið, nr. 1056/2025, skulu landamærayfirvöld einungis nýta sér samvirknina milli komu- og brottfararkerfisins og upplýsingakerfis um vegabréfsáritanir (N-VIS), sem um getur í 2. mgr. 8. gr. reglugerðar (ESB) 2017/2226 og 3. mgr. 17. gr. a. reglugerðar (EB) nr. 767/2008, á þeim landamærastöðvum þar sem komu- og brottfararkerfið er starfrækt. Landamærayfirvöld skulu áfram hafa beinan aðgang að upplýsingakerfinu um vegabréfsáritanir á landamærastöðvum þar sem komu- og brottfararkerfið er ekki starfrækt og þar sem komu- og brottfararkerfið hefur verið stöðvað tímabundið skv. 7. gr. reglugerðar (ESB) 2025/1534.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 9. mgr. 20. gr. og 6. tl. 1. mgr. og 6. tl. 2. mgr. 120. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga og öðlast þegar gildi.

Dómsmálaráðuneytinu, 25. september 2025.

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir.

Haukur Guðmundsson.

B deild - Útgáfudagur: 10. október 2025


Þetta vefsvæði byggir á Eplica