Fara beint í efnið

Prentað þann 19. mars 2024

Stofnreglugerð

1055/2009

Reglugerð um fjárhæðir frítekjumarka (tekjumarka) almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar fyrir árið 2010.

1. gr.

Frítekjumörk (tekjumörk) bóta samkvæmt lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar, með síðari breytingum, skulu vera sem hér segir fyrir árið 2010:

frítekju-
mark kr.
efra tekju-
mark kr.
a. Vegna fjármagnstekna (allar bætur) 98.640
b. Tekjutrygging vegna eigin atvinnutekna skv. 2. málsl. b-liðar 2. mgr. 16. gr. 480.000
c. Tekjutrygging vegna eigin atvinnutekna skv. ákvæði til bráðabirgða 1.315.200
d. Ellilífeyrir skv. 2. mgr. 17. gr. 2.575.220 3.981.332
e. Örorkulífeyrir skv. 5. mgr. 18. gr. 2.575.220 3.981.332
f. Örorkustyrkur skv. 1. mgr. 19. gr. 2.575.220 3.961.268
g. Örorkustyrkur skv. 2. mgr. 19. gr. 2.575.220 3.981.332
h. Aldurstengd örorkuuppbót (100%) skv. 1. mgr. 21. gr. 2.575.220 3.981.332
i. Tekjutrygging vegna lífeyrissjóðstekna skv. 2. mgr. 22. gr. 120.000
j. Tekjutrygging vegna lífeyrissjóðstekna skv. 3. mgr. 22. gr. 328.800
k. Vasapeningar skv. 3. málsl. 8. mgr. 48. gr. 773.446
l. Vasapeningar skv. 5. málsl. 8. mgr. 48. gr. 812.774

2. gr.

Frítekjumörk (tekjumörk) bóta samkvæmt lögum nr. 99/2007 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, skulu vera sem hér segir fyrir árið 2010:

frítekju-
mark kr.
efra tekju-
mark kr.
a. Endurhæfingarlífeyrir skv. 1. mgr. 7. gr. 2.575.220 3.981.332
b. Sérstök uppbót skv. 2. mgr. 9. gr.
Til lífeyrisþega sem fær greidda heimilisuppbót 180.000
Til lífeyrisþega sem fær ekki greidda heimilisuppbót 153.500

3. gr.

Tekjumörk bóta samkvæmt reglugerð nr. 595/1997 um heimilisuppbót og frekari uppbætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, skulu vera sem hér segir fyrir hvern mánuð ársins 2010:

efra tekju-
mark kr.
Frekari uppbætur skv. 1. mgr. 9. gr. 198.650

4. gr.

Frítekjumark: Með frítekjumarki er í reglugerð þessari átt við fjárhæð tekna á ári sem ekki skerðir bætur.

Efra tekjumark: Með efra tekjumarki er í reglugerð þessari átt við fjárhæð tekna á ári sem veldur því að bætur falla niður að fullu.

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 70. gr., sbr. 69. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, með síðari breytingum, og 14. gr. laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2010.

Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 21. desember 2009.

Árni Páll Árnason.

Ágúst Þór Sigurðsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.