Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

105/2010

Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 854/2004 um sértækar reglur um skipulag opinbers eftirlits með afurðum úr dýraríkinu sem eru ætlaðar til manneldis. - Brottfallin

Felld brott með:

Breytingareglugerðir:

1. gr.

Innleiðing.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla, I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 137/2007, frá 27. október 2007, öðlast eftirfarandi EB-gerðir gildi hér á landi:

 

a)

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 854/2004 um sértækar reglur um skipulag opinbers eftirlits með afurðum úr dýraríkinu sem eru ætlaðar til manneldis.

 

b)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1663/2006 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 854/2004 um sértækar reglur um skipulag opinbers eftirlits með afurðum úr dýraríkinu sem eru ætlaðar til manneldis.



2. gr.

Fylgiskjöl.

Ofangreindar reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins annars vegar og framkvæmdastjórnarinnar hins vegar skv. 1. gr. eru birtar sem fylgiskjöl I og II við reglugerð þessa.

3. gr.

Samþykki opinbers eftirlitsaðila.

Þegar ofangreindar reglugerðir Evrópuþingsins og ráðsins og framkvæmdastjórnarinnar kveða á um tiltekið "samþykki" opinbers eftirlitsaðila fullnægja slíkir aðilar lagaskyldu sinni með útgáfu starfsleyfis nema annað sé sérstaklega tekið fram.

4. gr.

Viðbætur.

Eftirfarandi viðbætur verða á efnisákvæðum reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004:

 

a)

Eftirfarandi bætist við í a-lið 3. mgr. í III. kafla I. þáttar I. viðauka: "NO" og "IS".

 

b)

Eftirfarandi bætist við í c-lið 3. mgr. í III. kafla I. þáttar I. viðauka: "EFTA".

5. gr.

Eftirlit.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995.

6. gr.

Þvingunarúrræði og viðurlög.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a - 30. gr. e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

7. gr.

Lagastoð.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.

8. gr.

Gildistaka.

Reglugerðin öðlast gildi 1. mars 2010. Þó taka efnisákvæði ofangreindra reglugerða skv. 1. gr. ekki til kjöts, mjólkur, eggja og hrárra afurða úr þessum matvælategundum fyrr en 1. nóvember 2011.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 26. janúar 2010.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica