Landbúnaðarráðuneyti

105/2000

Reglugerð um flutning og sleppingar laxfiska og varnir gegn fisksjúkdómum og blöndun laxastofna.

1. gr.

Orðskýringar.

Merking orða í reglugerð þessari er sem hér segir:

Fiskrækt: Hvers konar aðgerðir sem ætla má að skapi eða auki fiskmagn veiðivatns, sbr. 2. mgr. 44. gr. laga nr.76/1970.

Fiskeldi: Geymsla, gæsla og fóðrun laxfiska, hafbeit, klak- og seiðaeldi, hvort sem er í söltu eða ósöltu vatni.

Fiskeldisstöð: Staður þar sem fram fer eldi laxfiska í sjó, vötnum eða á landi, þar með taldar hafbeitarstöðvar.

Kvíaeldi: Eldi laxfiska í netbúrum í söltu eða ósöltu vatni.

Strandeldi: Eldi laxfiska í tönkum eða kerjum á landi.

Hafbeitarstöð: Staður þar sem laxfiski er sleppt í hafbeit og hann veiddur í gildru að sjávardvöl lokinni.

Hafbeit: Slepping gönguseiða til sjógöngu og veiði fiska að sjávardvöl lokinni, er þeir ganga í fiskeldisstöð eða veiðivatn.

Laxastofn: Hópur laxa sem hrygnir á tilteknum stað og á tilteknum tíma og hrygnir ekki neinum mæli með öðrum hópum á öðrum stað eða á öðrum tíma.

Villtur laxastofn: Hópur laxafiska sem klekst út og elst up í veiðivatni.

Eldisstofn: Hópur laxafiska, alinn í eldisstöð, undan fiski semalið hefur allan sinn aldur í fiskeldisstöð.

Hafbeitarstofn: Hópur laxfiska sem klakinn hefur verið út undan fiski úr hafbeit.

Geldstofn: Laxafiskursem ekki framleiðir frjóar kynfrumur.

Að öðru leiti vísast til orðskýringa í lögum nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði, með síðari breytingum.

2. gr.

Flutningur og sleppingar á lifandi villtum laxafiskum og frjóvguðum hrognum þeirra.

2.1. Flutningur á lifandi villtum löxum eða hrognum úr þeim á milli ótengdra vatnasvæði til geymslu, klaks eða sleppinga í náttúruleg vatnakerfi er óheimil, nema með leyfi veiðimálastjóra. Veiðimálastjóri er heimilt að veita undanþágu til flutnings á lifandi villtum klakfiskum til tímabundinnar geymslu á öðrum svæðum, að fenginni umsögn fisksjúkdómanefndar. Að lokinni hrognatöku skal slátra öllum klaklaxi og taka sýni til rannsókna í samræmi við ákvörðun fisksjúkdómanefndar hverju sinni. Um flutning villtra laxfiska til stangaveiði gilda ákvæði 6.-12. mgr. 23. greinar laga nr. 76/1970 umlax- og silungsveiði, með síðari breytingum (sbr. 4. mgr. 4.gr. í reglugerð þessari).

2.2. Við fiskrækt í ám og vötnum skal sleppa seiðum af stofni viðkomandi veiðivatns. Veiðimálastjóri getur þó veitt undanþágu frá þessu ákvæði til allt að tveggja ára í senn, að fengnu sérstöku mati á hugsanlegum áhrifum sleppingar aðkomustofns á vatnasvæðinu. Formaður veiðifélags þess veiðivatns sem hyggur á slíka fiskrækt skal hafa forgöngu um að sækja um slíka undanþágu til embættis veiðimálastjóra. Veiðimálastjóri getur þá heimilað flutning aðkomustofns, þ.e. sótthreinsaðra hrogna og seiða úr þeim til fiskræktar í veiðivatn, enda séu þá notaðir stofnar úr veiðivötnum með svipaða vistgerð. Sömu ákvæði gilda um fiskrækt í ám með ós í sjó og með ós í meginá. Undanþága skal eingöngu veitt í samræmi við fiskræktar áætlun til 5 ára, sem samþykkt hefur verið af veiðimálastjóra, sbr. 1. og 2. mgr. 23. greinarlaga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði, með síðari breytingum.

2.3. Á sama hátt getur veiðimálastjóri heimilað notkun villtra aðkomustofna við ræktun fisklausra eða fisklítilla veiðivatna, enda séu áhrif viðkomandi fiskræktar á nærliggjandi veiðivötn talin hverfandi.

2.4. Veiðimálastjóri getur einnig veitt rannsóknaaðila undanþágu frá ákvæðum greinar 2.2 til allt að tveggja ára vegna vísindalegra rannsókna á laxastofnum.

2.5. Veiðimálastjóri getur heimilað flutning á villtum seiðum og fiski úr veiðivatni til eldis í fiskeldisstöðvum, enda falli frárennsli stöðvar ekki í önnur vatnakerfi en fiskur var veiddur í, eigi sé um eldi á öðrum laxfiskum að ræða og fyrir liggi jákvæð umsögn fisksjúkdómanefndar. Á sama hátt getur veiðimálastjóri heimilað flutning á villtum seiðum og öðrum fiski í strandeldisstöð eða kvíar.

3. gr.

Flutningur og sleppingar á eldis- og hafbeitarfiski.

3.1. Í hafbeitarstöð er heimilt að nota hafbeitarstofna frá öllum hafbeitarstöðvum sem hlotið hafa rekstarleyfi samkvæmt 3. mgr. 62. greinar laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði, með síðari breytingum.

3.2. Í eldisstöð þar sem vatn getur borið inn tiltekna sýkla frá viltum fiskum skal flutningur hrogna og alifiska úr stöðinni vera í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 403/1986. Að öðru leyti skal flutningur hrogna og eldisfiska vera í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar.

3.3. Flytja má sótthreinsuð hrogn og seiði úr þeim á milli fiskeldisstöðva, svo og klakfiska af eldisstofni, enda brjóti flutningurinn ekki í bága við reglur um varnir gegn smitsjúkdómum, skv. reglugerð nr. 403/1986. Hins vegar takmarkast eldistegundir þeirra eldisstöðva, sem afrennsli hafa í veiðivötn, við þær tegundir sem fyrirfinnast á vatnasvæðinu og leita skal heimildar veiðimálastjóra vrðandi flutning annarra tegunda inn á svæðið.

3.4. Sleppingar laxafiska af erlendum uppruna í fiskrækt og hafbeit eru óheimilar. Veiðimálastjóri getur þó veitt rannsóknaraðila undanþágu til slíkra sleppinga til allt að tveggja ára í vísindaskyni, enda liggi fyrir jákvæð umsögn fisksjúkdómanefndar og allur fiskur sé merktur í samráði við embætti veiðimálastjóra.

4. gr.

Ýmis ákvæði.

4.1. Sækja skal skriflega um leyfi samkvæmt reglugerð þessari til embættis veiðimálastjóra.

4.2. Við leyfisveitingar fyrir hafbeitar- og sjókvíastöðvar skal miða við, að þær séu ekki nær laxveiðiám með yfir 100 laxa meðalveiði s.l. 10 ár en 5 km. Sé um að ræða ár með yfir 500 laxa meðalveiði skal fjarlægðin vera 15 km, nema notaðir séu stofnar af nærliggjandi vatnasvæði eða geldstofnar, má þá stytta fjarlægðina niður í 5 km. Vegalengd milli sjókvía-, strandeldis- og hafbeitarstöðva innbyrðis skal ekki vera minni en 2 km. Miðast framangreind fjarlægðarmörk við loftlínu, nema þegar tangar skilja á milli. Veiðimálastjóri getur vikið tímabundið frá þessum lágmarksfjarlægðum og veitt skilyrt leyfi til allt að tveggja ára samkvæmt beiðni eldisaðila, enda liggi fyrir jákvæð umsögn fisksjúkdómanefndar. Einnig skal leitað umsagna veiðiréttareiganda innan ofannefndra fjarlægðarmarka.

4.3. Aðilar sem hafbeit stunda skulu láta örmerkja 10% af sleppingu vegna allt að 100 þúsund seiða sleppingar, en að lágmarki 20 þúsund seiði við stærri sleppingar. Aðilar með sjókvíarekstur skulu merkja a.m.k. 5000 laxa með útvortis merkjum í samráði við embætti veiðimálastjóra.

4.4. Óheimilt er að sleppa fiski í ár eða vötn til endurveiða nema notaður sé stofn af viðkomandi vatnasvæði. Veiðimálastjóri getur þó veitt undanþágu frá ákvæði þessu og fengnum faglegum umsögnum varðandi hættu á smitsjúkdómum og vistfræðilegum áhrifum á náttúrlega laxastofna (sbr. 8. mgr. 23. greinar laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði, með síðari breytingum).

5. gr.

Refsiákvæði og gildistaka.

5.1. Um brot á ákvæðum reglugerðar þessarar fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði, með síðari breytingum, enda varði brotið ekki þyngri refsingu samkvæmt öðrum lögum.

5.2. Með mál út af brotum gegn ákvæðum reglugerðar þessarar skal farið að hætti opinberra mála.

5.3. Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Jafnframt er felld úr gildi felld reglugerð nr. 401/1988 um flutning og sleppingar laxfiska og varnir gegn fisksjúkdómum og blöndun laxastofna.

Landbúnaðarráðuneytinu, 18. febrúar 2000.

Guðni Ágústsson.

Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica