Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

1044/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 192/1993, um innskatt, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. reglugerðarinnar:

a. Í stað orðsins "tíu" í 2. málsl. 1. mgr. kemur: tuttugu.

b. 2. tölul. 2. mgr. greinarinnar orðast svo:

Vegna fasteigna, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 12. gr., er leiðréttingarskyldan 95% á næsta ári eftir því ári þegar innskattsfrádráttur fór fram, 90% á þarnæsta ári og lækkar síðan um 5 prósentur árlega. Fyrir hvert tímabil sem er skemmra en eitt ár (12 mánuðir) er leiðréttingarskyldan 0,42% á mánuði.

c. Í stað hlutfallstölunnar "1/10" í 3. mgr. kemur: 1/20.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 16. gr., laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, og öðlast gildi nú þegar.

Fjármálaráðuneytinu, 1. desember 2006.

F. h. r.

Baldur Guðlaugsson.

Vala R. Þorsteinsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.