Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1042/2015

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 812/2015 um frádrátt aflaheimilda fyrir úthlutun aflamarks. - Brottfallin

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Eigendum skipa er heimilt að láta þorsk og ýsu í skiptum fyrir einstakar aðrar tegundir sem viðkomandi skip hefur aflahlutdeild í, enda séu skiptin jöfn í þorskígildum talið. Útgerð skal senda Fiskistofu tilkynningu þar að lútandi, eigi síðar en viku eftir að birt hefur verið ákvörðun ráðherra um úthlutun tegunda sem fram fer á öðrum tíma.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 18. nóvember 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Erna Jónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica