Velferðarráðuneyti

1039/2011

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 408/2011 um tímabundna tannlæknaþjónustu án endurgjalds fyrir börn tekjulágra foreldra. - Brottfallin

1. gr.

Við 1. gr. bætist ný málsgrein sem orðast svo:

Á sama hátt er Sjúkratryggingum Íslands heimilt á tímabilinu 1. nóvember 2011 til 15. janúar 2012 að greiða nauðsynlegar tannlækningar skv. 1. mgr. í samræmi við samninga sem stofnunin gerir.

2. gr.

Í 1. mgr. 4. gr. falla út orðin "veitt í Reykjavík og".

3. gr.

Við 5. gr. bætist við ný málsgrein sem orðast svo:

Frá 1. nóvember 2011 annast Sjúkratryggingar Íslands samningsgerð við einstaka tannlækna um tannlækningar samkvæmt reglugerðinni.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 20. gr., 2. mgr. 30. gr. og 55. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, og 2. mgr. 11. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 3. nóvember 2011.

Guðbjartur Hannesson.

Anna Lilja Gunnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica