Samgönguráðuneyti

1019/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð, nr. 680/2004, um vinnu- og hvíldartíma skipverja á farþegaskipum og flutningaskipum.

1. gr.

1. málsl. 2. mgr. 10. gr. orðist svo:

Á hverjum degi skal færa upplýsingar um daglegan vinnutíma eða daglegan hvíldartíma hvers og eins skipverja til að hægt sé að fylgjast með hvort gætt sé ákvæða 5. gr. reglugerðar þessarar.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 4. mgr. 7. gr. og 17. gr. laga um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa, nr. 76/2001, með síðari breytingum, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Samgönguráðuneytinu, 27. nóvember 2006.

Sturla Böðvarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica