Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 28. mars 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 9. mars 2017

1016/2005

Reglugerð um gjaldskrá Íbúðalánasjóðs.

1. gr.

Gjald vegna framkvæmdar lánshæfis- og greiðslumats er 10.000 kr. fyrir hvert mat.

Lántökugjald af lánum frá Íbúðalánasjóði er með eftirfarandi hætti og skal því haldið eftir við afgreiðslu lánsins:

  1. Almenn lán sem veitt eru skv. VI. kafla laga um húsnæðismál, nr. 44/1998: 1% af lánsfjárhæð ÍLS-veðbréfs.
  2. Lán sem veitt eru skv. 16. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998: 1% af lánsfjárhæð.
  3. Lán til leiguíbúða sem veitt eru skv. VIII. kafla laga um húsnæðismál, nr. 44/1998: 1% af lánsfjárhæð.

2. gr.

Tækniþjónusta Íbúðalánasjóðs tekur tímagjald fyrir þjónustu sem hún veitir er nemur 8.500 kr. á klukkustund auk virðisaukaskatts miðað við byggingarvísitölu í nóvember 2016 og tekur gjaldið breytingum samkvæmt byggingarvísitölu.

3. gr.

Gjöld vegna innheimtu af lánum Íbúðalánasjóðs og vegna lána, sem veitt hafa verið í tíð eldri laga um Húsnæðisstofnun ríkisins og Íbúðalánasjóður hefur tekið við, sbr. 53. gr. laga nr. 44/1998, eru með eftirfarandi hætti:

  1. Við stofnun hvers gjalddaga láns leggst á lánið tilkynninga- og greiðslugjald að fjárhæð kr. 140. Fyrir heimsendan greiðsluseðil er gjaldið 265 kr.
  2. Fyrir hvert milliinnheimtubréf sem sent er eftir 10, 30 og 50 daga vanskil, leggjast 950 kr. á hvert lán.

4. gr.

Gjöld vegna innheimtu vanskila á lánum Íbúðalánasjóðs og vegna lána, sem veitt hafa verið í tíð eldri laga um Húsnæðisstofnun ríkisins og Íbúðalánasjóður hefur tekið við, sbr. 53. gr. laga nr. 44/1998, eru með eftirfarandi hætti:

  1. Við sendingu greiðsluáskorunar: 7.500 kr. á hverja greiðsluáskorun, auk virðisaukaskatts. Gjald er þó takmarkað við eina greiðsluáskorun á hverja íbúð vegna hvers gjalddaga.
  2. Við sendingu nauðungarsölubeiðnar: 3.000 kr. á hverja beiðni, auk virðisaukaskatts.
  3. Við gerð kröfulýsingar í uppboðsandvirði: 7.500 kr. á hverja kröfulýsingu, auk virðisaukaskatts.

5. gr.

Gjald fyrir skjalagerð vegna lána Íbúðalánasjóðs er sem hér segir:

  1. Gjald fyrir skuldbreytingu lána er 3.000 kr. fyrir hvert lán.
  2. Gjald fyrir veitingu veðleyfa er 5.000 kr. fyrir hvert veðleyfi.
  3. Gjald fyrir veitingu veðbandslausna er 5.000 kr. fyrir hvert skjal.
  4. Gjald fyrir veðflutning er 10.000 kr. fyrir hvert skjal.
  5. Gjald fyrir yfirtöku lána er 10.000 kr. fyrir hvert lán.
  6. Gjald fyrir umsýslu lána ef 14 daga skilaréttur er nýttur er 10.000 kr. fyrir hvert lán.
  7. Gjald fyrir aðrar breytingar á skilmálum er 3.000 kr. fyrir hvert lán.

Gjald vegna skjalagerðar og þjónustu Íbúðalánasjóðs við uppgreiðslu lána annarra fjármálafyrirtækja er 3.000 kr. fyrir hvert lán.

6. gr.

Gjöld vegna starfa á vegum Íbúðalánasjóðs sem unnin eru af utanaðkomandi aðilum og innheimt af þeim fara eftir þeim þjónustusamningum sem Íbúðalánasjóður hefur gert við viðkomandi aðila.

7. gr.

Þóknun vegna uppgreiðslu lána og aukaafborgana reiknast af mismun á vaxtastigi láns sem greitt er og markaðsvaxta sambærilegra nýrra lána hjá Íbúðalánasjóði ef þeir eru lægri, miðað við uppreiknaðar eftirstöðvar lánsins, núvirt frá uppgreiðsludegi til lokagjalddaga eða miðað við innborgaða fjárhæð ef um aukaafborgun er að ræða.

7. gr. a

Íbúðalánasjóði er heimilt að krefjast endurgreiðslu vegna útlagðs kostnaðar vegna vottorða og gagna sem aflað er annars staðar frá, s.s. veðbandayfirlits fasteignar.

Fyrir ljósrit eða afrit af skjölum er heimilt að krefjast 20 kr. fyrir hverja blaðsíðu í stærðinni A4 eða A5, allt að 100 síðum en 15 kr. fyrir hverja blaðsíðu umfram það.

Fyrir ljósrit eða afrit skjala í stærðinni A3 er heimilt að krefjast 30 kr. fyrir hverja blaðsíðu og 40 kr. í stærðinni A2.

8. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 49. og 50. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um gjaldskrá Íbúðalánasjóðs, nr. 3/1999.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.