Umhverfisráðuneyti

1013/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 341/2001 um geislun matvæla með jónandi geislun.

1. gr.

Viðauki I við reglugerðina orðast svo:

VIÐAUKI 1

1. SKAMMTAMÆLINGAR.
Meðaltals geislaskammtur.
Við mat á heilnæmi matvæla sem hafa verið geisluð með að meðaltali 10 kGy geislaskammti eða lægri má gera ráð fyrir að öll efnafræðileg áhrif vegna geislunar á þessu tiltekna orkusviði séu í réttu hlutfalli við stærð geislaskammtsins.
Meðalgeislaskammtur, D, er skilgreindur sem tegur heildarmassa matvælanna:

1
= M p(x,y,z) d(x,y,z) dV
þar sem M = heildarmassi geislaðs sýnis;
p = eðlismassi á staðbundnu svæði (x,y,z);
d = geislaskammtur á staðbundnu svæði (x,y,z);
dV = dx dy dz, hið örsmáa rúmmál sem í raunverulegum tilfellum er lýst með rúmmálsbrotum.

Í einsleitum einingum matvæla og stórum pakkningum með einsleitan eðlismassa má reikna meðaltals geislaskammt með því að framkvæma geislamælingar á lykilstöðum og jafnframt handahófsmælingar í öllu rúmmáli matvælanna. Út frá slíkum staðalmælingum má reikna dreifingu geislaskammta og fá út meðalgeislaskammt.
Þegar dreifing geislaskammta er þekkt er hægt að áætla staðsetningu hámarks- og lágmarksgeislaskammta. Með því að mæla geislaskammta í þessum punktum í sambærilegum matvælasýnum má áætla meðalgeislaskammt.
Í sumum tilvikum gefa meðalgildi lágmarks- D(min) og hámarksgeislaskammts (max) góða nálgun á meðalgeislaskammti:

max +min
Meðalgeislaskammtur
2

Hlutfall má þó ekki vera hærra en 3.

2. AÐFERÐIR.
Staðalmælingar.
2.1. Áður en hafist er handa við reglubundna geislun tiltekinna matvæla á geislunarstöð skal finna þá punkta þar sem hámarks- og lágsmarksgeislaskammtar eru með því að framkvæma mælingar í öllu rúmmáli matvælanna. Mælingarnar skal framkvæma nógu oft (þ.e. 3-5 sinnum) til að taka tillit til frávika í eðlismassa og lögun matvælanna.
2.2. Staðalmælingar skal endurtaka í hvert sinn sem veruleg breyting verður á lögun matvælanna eða á skilyrðum við geislun á geislunarstöð.
2.3. Á meðan á geislun stendur skulu fara fram reglubundnar mælingar til að tryggja að ekki sé geislað umfram leyfilegan hámarksgeislaskammt. Mælingarnar skulu framkvæmdar með því að staðsetja geislamæla í þeim punktum sem ákvarðaðir eru samkvæmt 2.1. eða á öðrum viðmiðunarstöðum. Velja má aðra viðmiðunarpunkta í eða á matvælunum, á aðgengilegum stöðum þar sem frávik eru lítil, ef samband þeirra við fyrrgreinda mælipunkta er þekkt.
2.4. Framkvæma skal reglubundnar mælingar með hæfilegum tímafresti á hverri lotu matvæla og við hverja geislun.
2.5. Þegar geisluð eru óinnpökkuð fljótandi matvæli er ekki hægt að staðsetja lágmarks- og hámarksgeislaskammta. Þá er árangursríkara að staðsetja mælipunkta af handahófi til að staðfesta hámarks og lágmarksgildi.
2.6. Mælingar á skammtastærðum skal framkvæma með kvörðuðum geislamælingabúnaði og niðurstöður skal byggja á samanburði við viðurkennda frumstaðla.
2.7. Á meðan á geislun stendur skal vera hægt að stýra ákveðnum breytum í geislunarstöð og þær skulu skráðar að staðaldri. Þegar notaðar eru geislavirkar samsætur skulu m.a. eftirfarandi breytur skráðar: ferðahraði matvælanna, tími í geislasviði og staðfesting á réttri staðsetningu geislalindar.
Þegar notaðar eru rafeindir eða röntgengeislar skulu m.a. eftirfarandi breytur skráðar: ferðahraði matvælanna, orka geislunar, rafstraumur og vídd skanna.

VIÐAUKI 2
Matvæli sem meðhöndla má með jónandi geislum og hámarks
leyfilegir geislaskammtar.*
Matvæli
Hámarks leyfilegur geislaskammtur (kGy)
Þurrkaðar kryddjurtir, krydd og grænmetiskrydd
10


2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 18. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli. Reglugerðin er sett með hliðsjón af XII. kafla II. viðauka EES-samningsins (tilskipanir 2/1999 og 3/1999).

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.


Umhverfisráðuneytinu, 31. desember 2001.

F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Ingimar Sigurðsson.

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica