Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

1008/2017

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 599/2005, um ökumæla, verkstæði, álestraraðila og eftirlitsaðila kílómetragjalds.

1. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Vegna ákvörðunar kílómetragjalds og sérstaks kílómetragjalds á árunum 2017 og 2018 er ríkisskattstjóra heimilt að gefa út akstursbók, skv. 15. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, í formi eyðublaða. Skráning upplýsinga skv. 13. og 16. gr. reglugerðarinnar á slík eyðublöð telst fullgild skráning í akstursbók. Um aðra skráningu, eftirlit og varðveislu eyðublaðanna gilda eftir því sem við geta átt þær reglur sem við eiga um skráningu, eftirlit og varðveislu akstursbókar.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild 3. mgr. 23. gr. laga nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu kílómetragjalds og sérstaks kílómetragjalds 2017.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 21. nóvember 2017.

F. h. r.

Maríanna Jónasdóttir.

Benedikt S. Benediktsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.