Félags- og húsnæðismálaráðuneyti

969/2025

Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 424/2015 um gildistöku ákvarðana og framseldra reglugerða framkvæmdastjórnarinnar (esb) um röðun tiltekinna byggingarvara í flokka eftir nothæfi með tilliti til viðbragða við bruna, brunatæknilega flokkun á tilteknum vörum án þess að brunaprófun þurfi að fara fram, og aðferð við staðfestingu á samræmi byggingarvara skv. 60. gr. reglugerðar evrópuþingsins og ráðsins (esb) nr. 305/2011 um byggingarvörur.

1. gr.

Við 1. tölul. 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, i-liður, svohljóðandi:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1681 frá 6. mars 2024 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011 með því að ákvarða nothæfisflokka að því er varðar brunaþol byggingarvara. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 9/2025, 20. febrúar 2025, bls. 19.

2. gr.

Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 28. tölul., svohljóðandi:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/1681 frá 6. mars 2024 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011 með því að ákvarða nothæfisflokka að því er varðar brunaþol byggingarvara. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 9/2025, 20. febrúar 2025, bls. 19.

3. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 7. gr. laga nr. 114/2014 um byggingarvörur, öðlast þegar gildi.

Félags- og húsnæðismálaráðuneytinu, 28. ágúst 2025.

Inga Sæland.

Hildur Dungal.

B deild - Útgáfudagur: 12. september 2025


Þetta vefsvæði byggir á Eplica