Utanríkisráðuneyti

95/2016

Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Moldóvu nr. 291/2015.

1. gr.

Þvingunaraðgerðir.

Í stað 1.2 tölul. 1. mgr. 2. gr. reglugerðar um þvingunaraðgerðir varðandi Moldóvu nr. 291/2015 kemur nýr töluliður sem hljóðar svo:

  1.2 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/1925 frá 26. október 2015 um breytingu á ákvörðun 2010/573/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn stjórninni á Trans­nistríu­svæðinu í Lýð­veld­inu Moldóvu, fylgiskjal 1.2.

2. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þving­unar­aðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.

Utanríkisráðuneytinu, 22. janúar 2016.

Gunnar Bragi Sveinsson.

Stefán Haukur Jóhannesson.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica