Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Breytingareglugerð

95/1986

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 406 3. nóvember 1978, um fasteignaskráningu og fasteignamat.

1. gr.

6. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

  1. Mati skal haga þannig, að tilteknir þættir fasteignar séu metnir til grunnverðs, en síðan skal meta gangverð eignar í heild.
  2. Hús og önnur mannvirki skulu metin ásamt fylgifé sínu. Til fylgifjár teljast munir sem tilheyra mannvirki samkvæmt þeirri notkun sem það er ætlað til og almennt er gengið út frá að fylgi mannvirki of því tagi sem um er að ræða. Til fylgifjár teljast þó ekki, þótt skeyttar séu við fasteign, vélar eða önnur tæki til atvinnurekstrar og heldur ekki heimilisvélar að frátöldum eldavélum.
  3. Mannvirki í byggingu skal að jafnaði meta einu sinni á ári miðað við það ásigkomulag sem þau eru þá í. Mannvirki eða einstaka hluti þeirra skal taka í fasteignamat þegar þeir teljast fokheldir eða hafa verið teknir í notkun.
  4. Hús og önnur slík mannvirki skulu teljast fokheld þegar þak hefur verið klætt vatnsverju og glugga- og dyraopum verið gustlokað.
  5. Sveitarstjórn er skylt að láta Fasteignamati ríkisins í té upplýsingar um fyrirhugaða mannvirkjagerð í sveitarfélaginu strax að lokinni ákvarðanatöku þar um. Fasteignamat ríkisins kveður nánar á um form þessarar upplýsingagjafar sbr. 9. gr. laga nr. 94/1976.
  6. Mannvirki, sem horfa fyrst og fremst til aukinna nota og arðs of landi, svo sem vegir, brýr og girðingar, eða horfa almennt til bættrar búskaparaðstöðu, eins og vatnsleiðslur og raflínur til bæja, skulu eigi metin sérstaklega, en við mat á landi skal tekið tillit til aukins verðmætis sem frá mannvirkjunum stafar.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 94 20. maí 1976, um skráningu og mat fasteigna, til að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Fjármálaráðuneytið, 20. febrúar 1986.

Þorsteinn Pálsson.

Björn Hafsteinsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.