Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

91/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 745/2016, um vigtun og skráningu sjávarafla.

1. gr.

Á eftir 38. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 38. gr. A, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Vigtun á sjávargróðri.

Við vigtun á þörungum (þangi og þara) í atvinnuskyni skal afli veginn (blautvigt) á hafnarvog, nema gefið sé heimavigtunarleyfi. Hagnýta skal aðra hvora eftirgreindra aðferða:

  A) Pokavigtun. Vigtun á pokum við löndun. Færa skal skráningu á einstök skip þ.m.t. sláttu­pramma.
  B) Safnvigtun. Vigtun í lausu máli frá skipi við löndun. Í þessum tilvikum skal áætla aflamagn hvers skips þ.m.t. pramma við vigtunina.

Að auki skal skrá uppruna þangsins eftir heitum fasteigna (eða landnúmeri).

Óheimilt er að framkvæma endurvigtun á þörungum. Heimilt er að færa afla milli skipa við söfnun á sjó.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 og lögum um umgengni um nytjastofna sjávar nr. 57/1996 og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 8. janúar 2018.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica