Fjármálaráðuneyti

882/2001

Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um almannatryggingar (réttindi úr lífeyrissjóðum) (IV). - Brottfallin

1. gr.

Með reglugerð þessari öðlast eftirfarandi reglugerðir ráðsins (EB) gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af VI. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og öðrum ákvæðum hans, að því leyti sem þær lúta að réttindum úr lífeyrissjóðum og réttindum til barnabóta:

1. Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1606/98 frá 29. júní 1998 um breytingu á reglugerð (EBE) nr. 1408/71 um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem flytjast milli aðildarríkja og reglugerð (EBE) nr. 574/72 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EBE) nr. 1408/71, með það í huga að rýmka gildissvið þeirra þannig að þær nái til sérstakra bótakerfa fyrir opinbera starfsmenn.
2. Reglugerð ráðsins (EB) nr. 307/1999 frá 8. febrúar 1999 um breytingu á reglugerð (EBE) nr. 1408/71 um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem flytjast milli aðildarríkja og reglugerð (EBE) nr. 575/72 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EBE) nr. 1408/71, með það í huga að rýmka gildissvið þeirra þannig að þær nái til námsmanna.
3. Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1399/99 frá 29. apríl 1999 um breytingu á reglugerð (EBE) nr. 1408/71 um beitingu almannatryggingareglna gagnvart launþegum, sjálfstætt starfandi einstaklingum og aðstandendum þeirra sem flytjast á milli aðildarríkja og reglugerð (EBE) nr. 574/72 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EBE) nr. 1408/71.

Vísað er til þeirra reglugerða ráðsins sem hér um ræðir í VI. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/2000 frá 28. janúar 2000, 8/2000 frá 4. febrúar 2000 og 9/2000 frá 28. janúar 2000. Reglugerðir ráðsins gilda á Íslandi með þeirri aðlögun sem fram kemur í nefndum ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar.

Í reglugerð ráðsins (EB) nr. 1606/98 nær hugtakið: "bótakerfi fyrir opinbera starfsmenn" m.a. til Lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga.

Reglugerðirnar fjalla að hluta til um atvinnuleysistryggingar, greiðslur í fæðingarorlofi og réttindi samkvæmt lögum um almannatryggingar. Í reglugerð frá félagsmálaráðuneytinu er mælt fyrir um gildistöku þess hluta sem fjallar um atvinnuleysistryggingar og greiðslur í fæðingarorlofi samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Í reglugerð frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu er mælt fyrir um gildistöku þess hluta sem fjallar um réttindi samkvæmt lögum um almannatryggingar.


2. gr.

Reglugerðir ráðsins (EB) nr. 1606/98, 307/1999 og 1399/99 og ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/2000, 8/2000 og 9/2000, sbr. 1. gr., sem birtar eru í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 20, 12. apríl 2001, bls. 95-129, eru birtar sem fylgiskjal með reglugerð heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins nr. 847/2001.


3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 56. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.


Fjármálaráðuneytinu, 19. nóvember 2001.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.
Tómas N. Möller.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica