1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 24. tölul., svohljóðandi:
Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/731 frá 25. apríl 2017 um breytingu á fyrirmyndum að heilbrigðisvottorðum BOV-X, BOV og OVI fyrir dýr og dýraafurðir, sem settar eru fram í I. og II. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 206/2010, fyrirmyndum að vottorðum GEL, COL, RCG og TCG, sem settar eru fram í II. viðauka við framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/759, og fyrirmynd að vottorði fyrir samsettar afurðir, sem sett er fram í I. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 28/2012, í tengslum við reglur um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi svampheilakvilla.
2. gr.
Ofangreind reglugerð framkvæmdastjórnarinnar er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 93/1995 um matvæli, lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, öll með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 25. janúar 2018.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Iðunn Guðjónsdóttir.
Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)