Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

83/1934

Auglýsing um staðfesting kirkjumálaráðuneytisins á reglugerð um kirkjugarða.

Samkvæmt 38. gr. laga nr. 64 frá 23. júní 1932, um kirkjugarða er hér með staðfest eftirrituð

REGLUGERÐ UM KIRKJUGARÐA

I. um kirkjugarða almennt.


1. gr.

Í hverri kirkjusókn skal vera vígður grafreitur fyrir hlutaðeigandi sókn til greftrunar látnum sóknarmönnum og þeim öðrum, seta þar ber að jarða eða hafa óskað sér látnum leg þar. Utan sóknarkirkjugarðs má ekki lík jarða, nema þar sem með leyfi réttra stjórnarvalda hefir verið tekinn upp grafreitur fyrir ákveðinn söfnuð utan þjóðkirkju eða heimagrafreitur fyrir ákveðna fjölskyldu.

2. gr

Sóknargrafreitir og allir grafreitir aðrir eru friðhelgir, svo og legstaðir þeirra, sem þar eru jarðsettir. Má þar engan hávaða gera eða neitt fara fram innangarðs, seta raskar helgi grafreits og grafarfriði og ótilhlýðilegt er talið á friðhelgum stað.

3. gr.

Vígja skal sóknargrafreiti svo og heimagrafreiti og grafreiti utanþjóðkirkjumanna, þar sem þeir hafa verið teknir upp, áður en þar er jarðsett í fyrsta sinni, og framkvæmir hlutaðeigandi prestur þá athöfn samkvæmt (tilsettum) reglum löggiltrar helgisiðabókar þjóðkirkjunnar.

4. gr.

Allir grafreitir skulu vera vandlega girtir fjárheldri girðingu úr steinsteypu, vellhlöðnu grjóti eða öðru því efni, sent að dómi prófasts telst sæmilegt. Í girð-ingu grafreita skal vera steinlímt hlið með vandaðri grind úr járni eða tré, sem bægt er að tvílæsa.

5. gr

Séu grafreitir, hvort heldur er þjóðkirkjusafnaða eða utanþjóðkirkju, svo fjarri kirkju, að ekki heyrist þangað líkhringing frá turni kirkjunnar, skal þar reist líkhús eða að minnsta kosti klukkustöpull með sæmilegum umbúnaði til líkhringingar.

6. gr

Nú er sóknargrafreitur útgrafinn svo að stækka verður eða taka upp nýjan grafreit handa sókninni. Heyrir það mál undir lögmætan safnaðarfund. Verði safnaðarfundur, sem boðað hefir verið til í því skyni, ólögmætur, skal að mán-aðarfresti boða til nýs safnaðarfundar, og er söfnuður ályktunarfær og getur tekið fullnaðarákvarðanir um málið, þótt ekki hafi meiri hluti atkvæðisbærra manna sótt fundinn. Þó er samþykkt safnaðarfundar varðandi stækkun eða upptöku nýs grafreits því aðeins gild, að prófastur sé henni samþykkur.
Sýni söfnuður vanrækslu í þessu efni, þá getur prófastur skipað fyrir um stækkun eða flutning kirkjugarðs án samþykkis safnaðarfundar og er þá sóknarnefnd skylt að láta framkvæmd verða á því verki. Þó er heimilt að skjóta slíkum fyrirmælum prófasts til biskups.

7. gr.

Þær kvaðir, sem þegar eru á jörðum eða lóðum, þar sem kirkjugarðar standa, um hæfilegt, ókeypis kirkjugarðsstæði, haldast óbreyttar. Að öðrum kosti er sveitar- eða bæjarfélagi því, er liggur innan sóknar, skylt að leggja til ókeypis hæfilegt kirkjugarðsstæði svo og hleðslu, eða steypuefni (sand og möl) í girð-ingu. Eins er sveitar- eða bæjarfélagi skylt, ef þörf gerist, að kosta framræslu eða uppfyllingu lands, sem hún ávísar undir grafreit, svo að unnt sé að taka nægilega djúpar og þurrar grafir. Loks annast sveitar- eða bæjarfélag um lagn-ingu og viðhald akfærs vegar frá kirkju til kirkjugarðs, þar sem kirkja er ekki í kirkjugarði, og leggur til ókeypis hæfilegan ofaníburð í götur og gangstíga innan girðingar grafreitsins. Eigi fleiri sveitar- eða bæjarfélög i hlut, skal skipta kostnaðinum niður eftir mannfjölda hvers þeirra.

II. Um skipulag kirkjugarða.
8. gr.

Þegar gera á nýjan kirkjugarð eða stækka gamlan, að fengnu vottorði héraðslæknis um að kirkjugarðsstæði sé valið samkvæmt lögákveðnum heilbrigðis-reglum, skal gera uppdrátt i 3 eintökum að fyrirhuguðum nýjum grafreit eða viðbót við eldri grafreit, þar sem markaðir eru aðalgangstigar og hliðargangstígar, svo og einstök leiði, sem gert er ráð fyrir. Mælikvarði uppdráttar skal vera 1 á móti 200. Aðalgangstigar mega ekki vera mjórri en l½ m., en hliðargangstígar ekki mjórri en 1¼ m. En hverju leiði skal ætlaður flötur er sé 2½ m. á lengd og 1¼ m. á breidd. Dýpt grafa skal vera, þar sem landslag leyfir, minnst 2 m. eða frá yfirborði líkkistu upp að grafarbarmi minnst 1¼ m.
Uppdrættina sendir sóknarnefnd, ásamt vottorði héraðslæknis og umsögn sóknarprests og prófasts, biskupi til staðfestingar.

9. gr.

Ekki er heimilt að taka gröf í grafreit nema þar sem sóknarnefnd eða umsjónarmaður kirkjugarðs leyfir, og skulu leiðin jafnóðum og grafið er mörkuð á uppdrætti sóknarnefndar og tölusett, en nafn hins greftraða og greftrunardag skal setja í legstaðaskrá, er uppdrættinum fylgir.

10. gr.

Nú æskir einhver að fá útmældan grafreit til legstaða handa sér og ættmennum sínum og skal það heimilt látið, ef sóknarnefnd þykir ástæður leyfa, gegn því að legstaðareignandi greiði hærra legkaup en hið venjulega, eftir því er sóknarnefnd ákveður.

11. gr.

Grafkapellur í kirkjugörðum getur sóknarnefnd bannað nema í sérstökum röðum, og gegn gjaldi eins og síðar segir. Skulu grafkapellur settar í sérstakri röð í útjaðri og vera gerðar samkvæmt teikningu, sem sóknarnefnd hefir samþykkt, úr steini eða steinsteypu og mega aldrei vera hætti en ½ m. Ofanjarðar. Fyrir leyfi til að setja grafkapellur í kirkjugarð greiðir hlutaðeigandi 500 kr. Og rennur gjaldið í kirkjugarðssjóð. Einnig er leyfishafa skylt að leggja fram allt að 250 kr. Upphæð eitt skipti fyrir öll í legsstaðasjóð til viðhalds kapellunni.

12. gr

Nú er í kirkjugarði kapella, sem þar hefir verið reist áður, en hefir ekki verða haldið við sem skyldi. Ber sóknarnefnd eða skipuðum umsjónarmanni að aðvara hlutaðeignandi um viðhaldið, en sé aðvöruninni ekki sinnt eða sé enginn á lífi, er beri skylda til að annst viðhaldið, er sóknarnefnd heimilt að láta rífa kapelluna til grunna og hylja moldu á venjulegan hátt líkkistur þær, sem þar kunna að geymast.

III. Um umsjón kirkjugarða.
13. gr.

Sóknarnefnd hefir á hendi umsjón kirkjugarða. Þó getur bæjarstjórn eða hreppsnefnd, að fengnu leyfi réttra stjórnarvalda, tekið að sér umsjón og fjárhald kirkjugarðsins. Einnig getur sóknarnefnd með samþykki lögmæts safnaðarfundar ráðið sérstakan umsjónarmann til eftirlits og umsjónar undir yfirumsjón sóknarnefndar, launaðan af sjóði kirkjugarðsins, og á sama hátt getur bæjarstjórn eða hreppsnefnd, er tekið hafa kirkjugarð í umsjón sína, ráðið sérstakan mann til hins sama gegn þóknun úr bæjar- eða hreppssjóði.

14. gr.

Sóknarnefnd ber að sjá um, að kirkjugarður sé vel hirtur, að gangstígar séu snyrtilegir, að kirkjugarðurinn sé sleginn á hverju sumri og að vandlega sé um hann gengið, svo að skepnur komist ekki inn í hann. Einnig ber sóknarnefnd eða skipuðum umsjónarmanni að sjá um, að legstaðir sé vel hirtir af hlutaðeigendum, og að girðingum og legsteinum á leiðum sé vel við haldið. Loks bar sóknarnefnd eða umsjónamanni að hvetja hlutaðeigendur til að prýða legstaði framliðinna ástvina með blómum.
Vanræki hlutaðeigendur skyldur sínar varðandi hirðingu legstaða eða viðhald girðingu um þá og legsteina á þeim, ber sóknarnefnd eða umsjónarmanni að gera hlutaðeigendum aðvart um það og ef ekki stoðar, þá að láta vinna verkið á kostnað þeirra. Sé hins vegar ókunnugt um aðstandendur, en nefnd mannvirki brotin eða fúin og til óprýði í kirkjugarðinum, þá er sóknarnefnd eða fulltrúa hennar víð umsjónina heimilt að flytja þau burt úr garðinum og selja kirkjugarðssjóði til hagnaðar, hafi enginn leitt sig að þeim með hæfilegum fresti, en slétta yfir legstaðinn. En legsteina (ef heilir eru) skal setja í skipulega röð á þeim stað í garðinum, sem prófastur telur bezt fara á.

15. gr.

Þegar girðing um grafreit þarfnast endurbótar eða girða skal viðbót við gamlan garð, sér sóknarnefnd um framkvæmd verksins. Greiðist kostnaður við það af sjóði kirkjugarðsins það, sem hann hrekkur til, en því, sem á vantar, skal jafnað niður á útsvargreiðendur sem hundraðsgjaldi af útsvörum þeirra, þó ekki yfir 2% nema safnaðarfundur leyfi.
Þegar tekinn er upp nýr kirkjugarður þar, sem enginn kirkjugarður er fyrir, og enginn kirkjugarðssjóður er fyrir hendi, er sóknarnefnd heimilt að jafna stofnkostnaðinum niður að hálfu með hundraðsgjaldi af útsvörum sóknarmanna.

16. gr.

Sóknarnefnd eða ráðinn umsjónarmaður annast um að greftrun sé hagað samkvæmt hinum staðfesta uppdrætti. Einnig er sóknarnefnd heimilt að fela umsjónarmanni að taka allar grafir í garðinum gegn ákveðnu gjaldi.
Láti aðstandendur hins látna sjálfir taka gröfina, er þeim skylt, svo fljótt sem því verður víð komið, að ganga vel frá legstaðnum og færa burt úr garðinum grjót og mold, sent eftir hefir orðið þegar gröfin var fyllt. Van ræki aðstand-endur þetta, lætur sóknarnefnd eða umsjónarmaður garðsins framkvæma verkið á kostnað þeirra.

17. gr.

Þyki ástæða til að reisa líkbús í kirkjugarði sökum fjarlægðar hans frá sóknarkirkju, skal sóknarnefnd leggja málið fyrir safnaðarfund. Að fengnu samþykki safnaðarfundar, er málið afgreitt til prófasts, en hann tilkynnir kirkjustjórn vilja og óskir safnaðarins þar að lútandi og segir álit sitt un t hvort þörfin sé brýn.
Um efni, sent líkhús er byggt úr, fer eftir því, sent til er tekið í kirkjugarðslögum. En sóknarnefnd sér um framkvæmd verksins, að það sé gert eftir hinum staðfesta uppdrætti.
Kostnaður af líkhúsbyggingu, og eins of verkamannaskýli, þar sem þörf þykir að koma því upp, greiðist úr kirkjugarðssjóði.

18. gr.

Sóknarnefndir skulu láta gera uppdrætti af kirkjugörðum þeim, sem nota má til nokkurrar frambúðar að áliti prófasts. Kallar prófastur eftir uppdráttunum í tæka tíð og sendir biskupi. En kirkjustjórn lætur sérfróðan mann gera til-lögur um, hvernig megi skipuleggja þessa kirkjugarða og gera uppdrætti þar að lútandi.
Fyrirmynd af kirkjugarðsuppdrætti fylgir reglugerð þessari.

19. gr.

Kirkjugarður, sem lagður hefir verið niður með samþykki lögmæts eða ályktunarfærs safnaðarfundar og að fengnu samþykki prófasts og biskups, er áfram í umsjón sóknarnefndar. Lætur sóknarnefnd gera um hann griphelda girðingu og heldur henni við á kostnað kirkjugarðssjóðs. En þegar liðin eru 20 ár frá niðurlagningu, má með samþykki safnaðarfundar slétta yfir garðinn og gera að grasreit. Þó komi einnig til samþykki ráðuneytis að fengnum tillögum biskups og fornminjavarðar.

20. gr.

Næstu 20 ár eftir að kirkjugarður hefur verið lagður niður má þó jarða þar einstaka menn, ef rúm leyfir og klukka er þar til hringingar. En skylt er þeim, er lætur grafa, að setja trausta girðingu um legstaðinn og leggja minnst 50 kr. Í legastaðasjóð honum til viðhalds.

21. gr.

Þegar sléttað hefir verið yfir niðurlagðan grafreit, eru öll minnismerki (legsteinar, krossar o. s. frv.). á ábyrgð vandamanna hins látna, en heimilt skal þeim að halda slíkum legstöðum óhögguðum, ef þeir halda þar við sómasamlegri girðingu, eða gera ráðstafanir til þess, að það verði gert, með því að leggja ákveðna upphæð í legstaðarsjóð.

22. gr.

Ekki má nota niðurlagðan grafreit til veins þess, er óviðurkvæmilegt telst að dómi prófasts. Og ekki má þar neitt jarðrask gera fyrr en liðin eru 100 ár frá því er síðast var jarðað þar, nema með leyfi ráðuneytis að fengnum tillögum biskups, og þó aldrei fyrr en liðin eru 60 ár.

23. gr.

Prófastar skulu á kirkjuskoðunarferðum sínum og við önnur tækifæri líta eftir, að nákvæmlega sé farið eftir ákvæðum gildandi laga um kirkjugarða og reglugerðar þessarar, að því er varðar alla hirðingu og viðhald kirkjugarða. Nær sú skylda prófasts einnig til grafreita utan þjóðkirkjumanna, þar sem þeir eru.
Einnig skulu prófastar á eftirlitsferðum sínum líta eftir heimagrafreitum í prófastsdæmi sínu. Fyrir það greiðir leyfishafi heimagrafreits prófastti hálf vísitazíulaun.

IV. Fjárhagur kirkjugarða.
24. gr .

Kirkjugarðar eru sjálfseignarstofnanir með sérstöku fjárhaldi í umsjón og ábyrgð hlutaðeigandi safnaðar- eða hrepps- og bæjarfélags, þar sem hrepps- eða bæjarfélag hefir tekið kirkjugarðinn í sína umsjón (sbr. 13. gr.), - undir yfirstjórn biskups.
Fjármál kirkjugarða eru fjármálum kirkna með öllu óviðkomandi.

25. gr.

Umsjón og fjárhald kirkjugarða er í höndum sóknarnefnda, nema bæjarfélag eða hreppsfélag hafi tekið kirkjugarðinn að sér. Skipar þá bæjarstjórn eða hreppsnefnd sérstaka nefnd til þessa að annast allt það, er að kirkjugörðum lýtur.

26. gr.

Heimilt er að taka upp legkaup til tekna fyrir kirkjugarðssjóð, að fengnu samþykki safnaðar og héraðsfundar, staðfestu af ráðuneyti.

27. gr.

Einnig er heimilt að stofna legstaðasjóði í hverri sókn, þar sent menn óska að leggja fram ákveðna upphæð, er ávaxtast til viðhalds og endurnýjunar ákveðins legstaðar, samkvæmt fyrirmælum þess, er féð leggur fram. Minnsta upphæð, sem fram er lögð í þessu skyni, er 50 kr. fyrir hvern legstað. Sóknarnefnd hefir á hendi stjórn sjóðanna undir yfirstjórn prófasts, og ávaxtast sjóðirnar í Söfnunarsjóði Íslands þannig, að hver legstaðasjóður hefir sína viðskiptabók.

28. gr.

Tekjur kirkjugarðs eru þessar:
1. Legkaup, þar sem þau hafa verið tekin upp.
2. Leyfisbréfagjöld og ársgreiðslur fyrir útmælda ættargrafreiti og fyrir graf-kapellur, þar sem þær hafa verið leyfðar.
3. Hundraðsgjöld af útsvörum manna, þegar aðrar tekjur hrökkva ekki fyrir útgjöldum.
Eindagi hundraðsgjalds er hinn sami á útsvörum.
Fyrir innheimtu gjalda þessarar greiðist 6% í innheimtulaun þeim, er hefir innheimtuna á hendi.
Lögtaksréttur fylgir öllum þessum gjöldum.

29. gr.

Sóknarnefnd gerir árleg reikningsskil fyrir tekjum og útgjöldum kirkjugarða- og legstaðasjóða eftir fyrirmynd frá biskupi. Skal reikningurinn sendur prófasti fyrir lok febrúarmánaðar ár hvert ásamt fylgiskjölum.
Fyrir hver áramót skal sóknarnefnd gera fjárhagsáætlun fyrir kirkjugarðinn næsta ár.

30. gr.

Reglugerð þessi öðlast gildi 1. október 1934.

Þetta hirtist hér með til leiðbeiningar öllum þeim, er hlut eiga að máli.

Í kennslumálaráðuneytinu, 25. júlí 1934.


Þorsteinn Briem
Gissur Bergsteinsson
Fyrirmynd af kirkjugarðsuppdrætti
Þetta vefsvæði byggir á Eplica