Innanríkisráðuneyti

79/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 130/1994 um gildistöku tiltekinna tilskipana Evrópubandalagsins um mælitæki.

1. gr.

1. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

Tilvísun í 7. tölul. fellur brott, sbr. 1. gr. tilskipunar 2011/17/ESB.

Tilvísanir í 5., 17., 18. og 26. tölul. falla brott frá og með 1. desember 2015, sbr. 2. gr. tilskipunar 2011/17/ESB.

Tilvísanir í 3., 14., 20. og 22. tölul. falla brott, sbr. 22. gr. tilskipunar 2004/22/EB.

2. gr.

2. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

c-liður fellur brott, sbr. 1. gr. tilskipunar 2011/17/ESB.

b-, g-, h- og k-liðir falla brott frá og með 1. desember 2015, sbr. 2. gr. tilskipunar 2011/17/ESB.

a-, e-, i- og j-liðir falla brott, sbr. 22. gr. tilskipunar 2004/22/EB.

3. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 44. gr. laga nr. 91/2006 um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn og öðlast þegar gildi.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirfarandi gerðum:

  1. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/17/ESB frá 9. mars 2011 um niðurfellingu tilskipana ráðsins 71/317/EBE, 71/347/EBE, 71/349/EBE, 74/148/EBE, 75/33/EBE, 76/765/EBE, 76/766/EBE og 86/217/EBE varðandi mælifræði, sem birt var í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59, 18. október 2012, bls. 273, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 145/2012 frá 13. júlí 2012 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, sem birt var í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 63, 8. nóvember 2012, bls. 34.
  2. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/22/EB frá 31. mars 2004 um mælitæki, sem birt var í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 14, 20. mars 2008, bls. 85, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 31/2005 frá 11. mars 2005 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn, sem birt var í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 38, 28. júlí 2005, bls. 13.

Innanríkisráðuneytinu, 16. janúar 2013.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica