637/2025
Um breytingu á reglugerð um eiginleika þráðlausra aðgangspunkta sem þekja lítið svæði, nr. 422/2023. REGLUGERÐ um breytingu á reglugerð um eiginleika þráðlausra aðgangspunkta sem þekja lítið svæði, nr. 422/2023.
1. gr.
2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Á grundvelli ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar, sem vísað er til hér að neðan, skulu eftirtaldar ESB-gerðir öðlast gildi hér á landi, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af XI. viðauka við EES-samninginn, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1070 frá 20. júlí 2020 um tilgreiningu einkenna þráðlausra aðgangsstaða sem þekja lítið svæði skv. 2. mgr. 57. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1972, sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 74, dagsett 18. nóvember 2021, á bls. 60, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 277/2021 frá 24. september 2021.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2000 frá 24. júlí 2024 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2020/1070 til að rökstyðja skýrslugjöf um beitingu hennar og til að gera kleift að nota virk loftnetskerfi, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 294/2024, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 10, 20. febrúar 2025, bls. 961-963.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 3. mgr. 41. gr., sbr. 107. gr. laga um fjarskipti, nr. 70/2022, og öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 26. maí 2025.
Ingilín Kristmannsdóttir.
B deild - Útgáfud.: 13. júní 2025