Atvinnuvegaráðuneyti

613/2025

Um (1.) breytingu á reglugerð nr. 110/2018 um botnfiskveiðar færeyskra skipa í íslenskri fiskveiðilandhelgi. REGLUGERÐ um (1.) breytingu á reglugerð nr. 110/2018 um botnfiskveiðar færeyskra skipa í íslenskri fiskveiðilandhelgi.

1. gr.

Við 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skrá skal allan afla sem sleppt er og senda þær upplýsingar til Fiskistofu að lokinni veiðiferð, samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 468/2013 um nýtingu afla og aukaafurða. Upplýsingum skal skilað á formi sem Fiskistofa ákveður.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 22/1998, og öðlast þegar gildi.

Atvinnuvegaráðuneytinu, 3. júní 2025.

Hanna Katrín Friðriksson.

Skúli Kristinn Skúlason.

B deild - Útgáfud.: 6. júní 2025


Þetta vefsvæði byggir á Eplica