Atvinnuvegaráðuneyti

599/2025

Um (13.) breytingu á reglugerð nr. 745/2016 um vigtun og skráningu sjávarafla. REGLUGERÐ um (13.) breytingu á reglugerð nr. 745/2016 um vigtun og skráningu sjávarafla.

1. gr.

Á eftir 4. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein, svohljóðandi: Vigtun strandveiðiafla skal lokið á hafnarvog, vigtarmanni er heimilt að draga allt að 3% frá vegnum afla vegna áætlaðs íss í afla eftir að hafa gengið úr skugga um að aflinn sé ísaður.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga um umgengni um nytjastofna sjávar, nr. 57/1996, laga um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, nr. 151/1996, og laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, og öðlast þegar gildi.

Atvinnuvegaráðuneytinu, 30. maí 2025.

Hanna Katrín Friðriksson.

Skúli Kristinn Skúlason.

B deild - Útgáfud.: 3. júní 2025


Þetta vefsvæði byggir á Eplica