1. gr.
Við 2. mgr. 56. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, svohljóðandi:
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1012 frá 7. apríl 2022 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 561/2006 að því er varðar að setja viðmiðanir um þjónustu- og öryggisstig öruggra og verndaðra bílastæðasvæða og verklagsreglur um vottun þeirra, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 265/2024, 6. desember 2024, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 964-974.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 54. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019, öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 28. maí 2025.
F. h. r.
Árni Freyr Stefánsson.
Gauti Daðason.