Innviðaráðuneyti

586/2025

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 75/2016 um kröfur og stjórnsýslumeðferð er varða flugvelli samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008.

1. gr.

Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/894 frá 13. mars 2024 um breyt­ingu á reglugerð (ESB) nr. 139/2014 að því er varðar tilkynningu atvika, sbr. ákvörðun sameigin­legu EES-nefndarinnar nr. 80/2025 frá 14. mars 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 28 frá 30. apríl 2025, bls. 145-148.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 131. gr. laga um loftferðir nr. 80/2022 og öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 22. maí 2025.

 

F. h. r.

Nína Guðríður Sigurðardóttir.

Vala Hrönn Viggósdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica