578/2025
Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 822/2010 um flutning úrgangs á milli landa.
1. gr.
Við 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður svohljóðandi:
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/3229 frá 18. október 2024 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 að því er varðar breytingar á tilflutningi raf- og rafeindabúnaðarúrgangs sem eru samþykktar samkvæmt Basel-samningnum, sem vísað er til í undirlið við lið 32c í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 112/2025, þann 8. maí 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 33 frá 22. maí 2025, bls. 100-103.
2. gr.
Innleiðing.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/3229 frá 18. október 2024 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 að því er varðar breytingar á tilflutningi raf- og rafeindabúnaðarúrgangs sem eru samþykktar samkvæmt Basel-samningnum.
3. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 43. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, tekur þegar gildi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 27. maí 2025.
F. h. r.
Stefán Guðmundsson.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.