Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

574/2025

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 640/2022, um kvikasilfur.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:

Við greinina bætist nýr töluliður svohljóðandi:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2049 frá 14. júlí 2023 um breyt­ingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/852 að því er varðar vörur með viðbættu kvikasilfri sem falla undir framleiðslu-, innflutnings- og útflutningsbann, sem vísað er til í tl. 22a XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 304/2024, þann 6. desember 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 1096-1098.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2049 frá 14. júlí 2023 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/852 að því er varðar vörur með viðbættu kvikasilfri sem falla undir framleiðslu-, innflutnings- og útflutn­ings­bann.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 21. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga, nr. 61/2013, 5. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, og 12. og 22. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, tekur þegar gildi.

 

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 13. maí 2025.

 

F. h. r.

Stefán Guðmundsson.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica